þriðjudagur, desember 23, 2008

Í dag þá á vonandi eftir að vera gaman hérna hjá mér. Ákvað að bjóða nokkrum vinum í mat og alkóhól. Kaitlyn mun eyða jólunum með móður sinni, en kemur svo aftur rétt fyrir nýárið. Og kærastan er ennþá á Þýskalandi sem er heldur fúlt, líka.

----

Komst í soldið skondið ástand um daginn. ég var að koma úr vinnepásu þegar einn sjúklingurinn spurði:
s: Hvaðan ertu, vinur?
ég: Íslandi.
s: Ahhh, semsagt þú ert Danskur.

----

Og það sem ég hef talað um topp plötur ársins þá ætla að núna að ræða um vonbrigði ársins

Filter - Anthems For The Damned
Ekki slæm plata, bara ekki jafn góð og The Amalgamut, Short Bus og Title Of Record. Þessi er eitthvað alltof fáguð.

Exodus - Let There Be Blood. Satt að segja þá hef ég aldrei verið hrifin af Exodus og þessi plata var ekkert að breytta því. Hlustaði bæði á Bonded By Blood og þessa og hvorgu er í einhverju uppáhaldi hjá mér.

En nóg um það.

GLEÐILEG JÓL ALLIR SAMAN. Vonandi sjáumst við á nýja árinu.

1 ummæli:

Birnir Hauksson sagði...

Það er greinilegt að bretar "vilja" ekkert vita af okkur frónbúunim :).
Annars...
gleðileg jól, þau verða þó í góðra vina hópi.

Binni