miðvikudagur, desember 31, 2008

Núna eru bara 1 og hálfur tími eftir af þessu ári.Hér sit ég einn og yfirgefin, ef í góðu skapi. Einfladlega útaf því að stelpan kom aftur heim í gær. Við fórum á leikrit í dag sem heitir Sleeping Beauty sem var mjög skemmtilegt, sem The Dukes of Lancaster settu upp. Þetta ár hefur verið mjög skemmtilegt að mörgu leyti.

Er ennþá í sömu vinnunni en það er svosem allt í lagi. En hef verið mjög iðin í að sækja um aðrar vinnur.

Skilnaðurinn var loksins búin í September, rétt áður en ég átti afmæli! En besta afmælisgjöf sem ég hef nokkurn tíman fengið í póstinum!

Ég hef nælt mér í aðra kvensu, og höfum við verið saman meira og minna síðan í Mars fyrir utan einn mánuð. Og erum við Kaitlyn svo að fara til Þýskalands þann 18 til að hitta hana og fjölskyldu hennar. Og svo ætlum við að fara í eina rómatíska ferð saman til Iona í Febrúar.

Ferðin til Íslands var mjög góð. Ég einfaldlega vildi ekki fara. TestIfesT var frábær, eitt það besta sem ég hef tekið þátt í. Gott fólk, góður bjór og oftar en ekki frábær tónlist.

Hef náð að skrifa eitt ljóð þetta árið sem er meira en árið 2007. Sem hét því fallega nafni I Want You.

En svo er nú ekkert annað sem ég man eftir nema kannski Gleðilegt Nýtt ár allir saman og ég vona að ég geti hitt sem flest ykkar á nýja árinu.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það hlýjar mér furðulega mikið um hjartarætur að lesa ljóð eftir þig. Gefur mér einhverskonar sköpunarkraft ef svo má að orði komast.

Ingvar Á. Ingvarsson sagði...

Þetta tók hér um bil viku, þurfti að endurskrifa nokkrar línur svo að það gæti verið sungið líka. Ég er ákaflega stoltur af þessu sjálfur.