Innlegg númer 60 fyrir þetta árið.
miðvikudagur, desember 31, 2008
Núna eru bara 1 og hálfur tími eftir af þessu ári.Hér sit ég einn og yfirgefin, ef í góðu skapi. Einfladlega útaf því að stelpan kom aftur heim í gær. Við fórum á leikrit í dag sem heitir Sleeping Beauty sem var mjög skemmtilegt, sem The Dukes of Lancaster settu upp. Þetta ár hefur verið mjög skemmtilegt að mörgu leyti.
Er ennþá í sömu vinnunni en það er svosem allt í lagi. En hef verið mjög iðin í að sækja um aðrar vinnur.
Skilnaðurinn var loksins búin í September, rétt áður en ég átti afmæli! En besta afmælisgjöf sem ég hef nokkurn tíman fengið í póstinum!
Ég hef nælt mér í aðra kvensu, og höfum við verið saman meira og minna síðan í Mars fyrir utan einn mánuð. Og erum við Kaitlyn svo að fara til Þýskalands þann 18 til að hitta hana og fjölskyldu hennar. Og svo ætlum við að fara í eina rómatíska ferð saman til Iona í Febrúar.
Ferðin til Íslands var mjög góð. Ég einfaldlega vildi ekki fara. TestIfesT var frábær, eitt það besta sem ég hef tekið þátt í. Gott fólk, góður bjór og oftar en ekki frábær tónlist.
Hef náð að skrifa eitt ljóð þetta árið sem er meira en árið 2007. Sem hét því fallega nafni I Want You.
En svo er nú ekkert annað sem ég man eftir nema kannski Gleðilegt Nýtt ár allir saman og ég vona að ég geti hitt sem flest ykkar á nýja árinu.
Er ennþá í sömu vinnunni en það er svosem allt í lagi. En hef verið mjög iðin í að sækja um aðrar vinnur.
Skilnaðurinn var loksins búin í September, rétt áður en ég átti afmæli! En besta afmælisgjöf sem ég hef nokkurn tíman fengið í póstinum!
Ég hef nælt mér í aðra kvensu, og höfum við verið saman meira og minna síðan í Mars fyrir utan einn mánuð. Og erum við Kaitlyn svo að fara til Þýskalands þann 18 til að hitta hana og fjölskyldu hennar. Og svo ætlum við að fara í eina rómatíska ferð saman til Iona í Febrúar.
Ferðin til Íslands var mjög góð. Ég einfaldlega vildi ekki fara. TestIfesT var frábær, eitt það besta sem ég hef tekið þátt í. Gott fólk, góður bjór og oftar en ekki frábær tónlist.
Hef náð að skrifa eitt ljóð þetta árið sem er meira en árið 2007. Sem hét því fallega nafni I Want You.
En svo er nú ekkert annað sem ég man eftir nema kannski Gleðilegt Nýtt ár allir saman og ég vona að ég geti hitt sem flest ykkar á nýja árinu.
þriðjudagur, desember 23, 2008
Í dag þá á vonandi eftir að vera gaman hérna hjá mér. Ákvað að bjóða nokkrum vinum í mat og alkóhól. Kaitlyn mun eyða jólunum með móður sinni, en kemur svo aftur rétt fyrir nýárið. Og kærastan er ennþá á Þýskalandi sem er heldur fúlt, líka.
----
Komst í soldið skondið ástand um daginn. ég var að koma úr vinnepásu þegar einn sjúklingurinn spurði:
s: Hvaðan ertu, vinur?
ég: Íslandi.
s: Ahhh, semsagt þú ert Danskur.
----
Og það sem ég hef talað um topp plötur ársins þá ætla að núna að ræða um vonbrigði ársins
Filter - Anthems For The Damned
Ekki slæm plata, bara ekki jafn góð og The Amalgamut, Short Bus og Title Of Record. Þessi er eitthvað alltof fáguð.
Exodus - Let There Be Blood. Satt að segja þá hef ég aldrei verið hrifin af Exodus og þessi plata var ekkert að breytta því. Hlustaði bæði á Bonded By Blood og þessa og hvorgu er í einhverju uppáhaldi hjá mér.
En nóg um það.
GLEÐILEG JÓL ALLIR SAMAN. Vonandi sjáumst við á nýja árinu.
----
Komst í soldið skondið ástand um daginn. ég var að koma úr vinnepásu þegar einn sjúklingurinn spurði:
s: Hvaðan ertu, vinur?
ég: Íslandi.
s: Ahhh, semsagt þú ert Danskur.
----
Og það sem ég hef talað um topp plötur ársins þá ætla að núna að ræða um vonbrigði ársins
Filter - Anthems For The Damned
Ekki slæm plata, bara ekki jafn góð og The Amalgamut, Short Bus og Title Of Record. Þessi er eitthvað alltof fáguð.
Exodus - Let There Be Blood. Satt að segja þá hef ég aldrei verið hrifin af Exodus og þessi plata var ekkert að breytta því. Hlustaði bæði á Bonded By Blood og þessa og hvorgu er í einhverju uppáhaldi hjá mér.
En nóg um það.
GLEÐILEG JÓL ALLIR SAMAN. Vonandi sjáumst við á nýja árinu.
fimmtudagur, desember 18, 2008
Er alein heima einsog er, að hlusta á Japanska þungarokks hljómsveit sem heitir Dir En Grey. Sem er frábær hljómsveit og hafa þeir núna tekið fyrsta sætið úr músíklistanum mínum fyrir þetta árið. Og lýtur listinn út svona:
1. Dir En Grey - Uroboros
2. Opeth - Watershed
3. Kayo Dot - Blue Lambency Downward
4. Baby Dee - Safe Inside The Day
5. Nick Cave & The Bad Seeds - Dig!!! Lazarus Dig!!!
6. Meshuggah - ObZen
7. SepticFlesh - Communion
8. Anathema - Hindsight
9. Biomechanical - Cannibilised
10. Death Angel - Killing Season.
11. Communic - Payment of Existence
12. Mechanical Poet - Eidoline: The Arrakeen Code.
13. Marillion - Happiness is the road
14. Cynic - Traced in Air.
15. Agalloch - The White
Kaitlyn er í Ulverston einsog er og mun eyða Jólunum þar, og kemur svo aftur rétt fyrir Nýárið. Hata það þegar hún er ekki hérna. Algjörlega HATA ÞAÐ! Hún skreytti jólatréið, alveg sjálf.
----
Nóg um það, hef loksins náð að róa niður eftir að ég las að Þórður hafi verið rekin frá HSSA. Útaf því að hann sofnaði á næturvakt. Sem fékk mig til að hugsa, mikið. Og það sem kom mér á óvart er auðvitað það að hann hafi verið rekin fyrir þetta. Er eitthvað að nýju Hjúkrunarforstjóranum? Ég bara spyr. Ég reyndi að muna eftir hverjir hafa sofnað á næturvakt þar, og þegar ég gafst upp á því þá taldi ég upp þau sem hafa aldrei(Alla vega á meðan ég vann með þeim) sofnað á næturvakt, og ég taldi upp tvö nöfn.... bíðið aðeins ég skal fara yfir þessar tölru aftur, þær eru soldið skrýtnar... TVÖ nöfn, 2 Nöfn, T-V-Ö nöfn.
Ég skal byrja á þessu. ÞAÐ ER ÓNÁTTURULEGT AÐ VAKA Í ALLA NÓTT, ég veit að sumir geta þetta, en þó yfirleitt í mjög stuttan tíma. Sérstaklega erfitt þegar maður blandar dagvaktir inn á milli. Það er ÓNÁTTURLEGT. Og auk þess stórhættulegt fyrir líkaman, ónæmiskerfið og bakið sérstaklega. Hvað með það ef einhver sofnar um nóttinna? Fjandinn hafi það, til þess eru nætur. Og ef eitthvað gerist á meðan ein starfsmaðurinn er vakandi þá ætti sá starfsmaður að stjaka aðeins við þeim sofnandi. Er það svona andskoti fáránlega erfitt!!!! Vona að þessi kelling sem kvartaði yfir Þórði eigi eftir að brenna í helvíti. Já ég er REIÐUR. Og sár. Ég elskaði sjálfur að vinna þarna, en einhvern veginn mun mig ekki langa að vinna þar aftur ef þetta er það sem er að gerast þarna.
1. Dir En Grey - Uroboros
2. Opeth - Watershed
3. Kayo Dot - Blue Lambency Downward
4. Baby Dee - Safe Inside The Day
5. Nick Cave & The Bad Seeds - Dig!!! Lazarus Dig!!!
6. Meshuggah - ObZen
7. SepticFlesh - Communion
8. Anathema - Hindsight
9. Biomechanical - Cannibilised
10. Death Angel - Killing Season.
11. Communic - Payment of Existence
12. Mechanical Poet - Eidoline: The Arrakeen Code.
13. Marillion - Happiness is the road
14. Cynic - Traced in Air.
15. Agalloch - The White
Kaitlyn er í Ulverston einsog er og mun eyða Jólunum þar, og kemur svo aftur rétt fyrir Nýárið. Hata það þegar hún er ekki hérna. Algjörlega HATA ÞAÐ! Hún skreytti jólatréið, alveg sjálf.
----
Nóg um það, hef loksins náð að róa niður eftir að ég las að Þórður hafi verið rekin frá HSSA. Útaf því að hann sofnaði á næturvakt. Sem fékk mig til að hugsa, mikið. Og það sem kom mér á óvart er auðvitað það að hann hafi verið rekin fyrir þetta. Er eitthvað að nýju Hjúkrunarforstjóranum? Ég bara spyr. Ég reyndi að muna eftir hverjir hafa sofnað á næturvakt þar, og þegar ég gafst upp á því þá taldi ég upp þau sem hafa aldrei(Alla vega á meðan ég vann með þeim) sofnað á næturvakt, og ég taldi upp tvö nöfn.... bíðið aðeins ég skal fara yfir þessar tölru aftur, þær eru soldið skrýtnar... TVÖ nöfn, 2 Nöfn, T-V-Ö nöfn.
Ég skal byrja á þessu. ÞAÐ ER ÓNÁTTURULEGT AÐ VAKA Í ALLA NÓTT, ég veit að sumir geta þetta, en þó yfirleitt í mjög stuttan tíma. Sérstaklega erfitt þegar maður blandar dagvaktir inn á milli. Það er ÓNÁTTURLEGT. Og auk þess stórhættulegt fyrir líkaman, ónæmiskerfið og bakið sérstaklega. Hvað með það ef einhver sofnar um nóttinna? Fjandinn hafi það, til þess eru nætur. Og ef eitthvað gerist á meðan ein starfsmaðurinn er vakandi þá ætti sá starfsmaður að stjaka aðeins við þeim sofnandi. Er það svona andskoti fáránlega erfitt!!!! Vona að þessi kelling sem kvartaði yfir Þórði eigi eftir að brenna í helvíti. Já ég er REIÐUR. Og sár. Ég elskaði sjálfur að vinna þarna, en einhvern veginn mun mig ekki langa að vinna þar aftur ef þetta er það sem er að gerast þarna.