fimmtudagur, október 23, 2008

Í gær kom soldið fyrir sem var andskoti skrýtið, gott, en undarlegt. Hvernig skal útskýra, hmmm, jú kannski byrja það sem kom fyrir í Febrúar. Ég hef verið með sömu konunni í næstum 7-8 mánuði núna, tókum smá frí frá hvor öðru í Júlí. Við höfðum unnið saman í næstum tvö ár, skemmtileg kona, falleg og þokkalega vel vaxinn, gáfuð og þess háttar. Og já ég frekar hugfanginn.

Spend your days full of emptiness,
spend your years full of loneliness.
Wasting love, in desperate caress,
rolling shadows of nights.


Ég hafði nú verið frekar einmana síðan Sono flutti út(ókei, ég leyfði henni aldrei aftur inn), og ég og þessi kona fórum svo í námskeið saman, töluðum mikið saman, og þess háttar. Einn daginn ákvað ég að prófa og spyrja hvort hún vildi koma í mat... jújú það gerði hún og ég eldaði mjög gómsætann mat(Einsog venjulega reyndar en það er annað mál) og höfum við verið saman meira og minna síðan. Og það er búið að vera stórkostlega gaman, og viðbrögðin hennar Kaitlyn Bjargar hafa verið stórfengleg. Það er eitthvað svo yndislegt að vera partur af fjölskyldu.



Það skrýtna er það að ég hafði trúað því að ég gæti aldrei sagt þessi þrjú orð aftur, sem eru svo saklaus ein og stök, en þegar sett eru saman, eru rosalega kröftug...

Þau voru sögð í gær. Furðuleg tilfinning, en yndisleg.

Engin ummæli: