Aðrar plötur sem ég hef nælt í á þessu ári sem ég mæli með:
Black Light Burns - Cruel Melody
Fyrir þá sem muna eftir þeirri afleitu hljómsveit Limp Bizkit þá ættu þeir að muna eftir Wes Borland, eini hæfileikaríki meðlimur þeirra. Hann hætti tvisvar með Limp Bizkit og gaf út Bigdumbface - Duke Lion Fights Terror, sem var nú bara grín plata. Nú hefur hann stofnað nýja hljómsveit sem heitir Black Light Burns og syngur þar líka. Þetta er mjög skemmtilegt albúm, má heyra smá Muse, A Perfect Circle og Nine Inch Nails áhrif. Ekkert rapp eða rupp en helvítis nöldur einsog frá honum Fred Durst(Megi sá maður vera rassnauðgaður af Lúsifer). Til þess að fá smakk á þessari plötu náið þá í Lie og Mesopotamia.
Mechanical Poet frá Rússlandi. Ég var aðeins að skoða Code666, sem er helvíti skemmtilegt útgáfufyrirtæki frá Ítalíu; eru með hljómsveitir sem enginn annar mundi snerta, og keypti ég þar þrjár plötur, allar mjög góðar, og Mechanical Poet - Woodland Prattlers var ein af þeim. Mér fannst þetta helvíti skemmtileg plata. Það er andskoti mikið að gerast á henni og frekar skemtileg. Söngvarinn er top-notch og hljóðfæraleikurinn líka, mæli með laginu Stormchild.
Aðrar hljómsveitir sem má benda á:
Drudkh
Negura Bunget
Sigh
Skindred
Current 93
Engin ummæli:
Skrifa ummæli