Topp 10 Plötur ársins hingað til í engri sérstakri röð, nema Opeth - Watershed og Kayo Dot:
1. Opeth - Watershed
Ég átti alltaf soldið erfitt með að skilja hvað var svona sérstakt við Opeth, það var ekki fyrr en hann Þórður spilaði fyrir mig The Ghost Reveries þegar ég loksins fattaði hvað þetta var mikil snilldar hljómsveit, og ekki var það slæmt að Steven Wilson úr Porcupine Tree. Ghost Reveries var mjög góð plata, en Watershed er miklu miklu betri. Hann Mike Akerfeldt má nú kalla Slow Hands of Metal, sólóins eru frábær, en það er ekki það skiptir máli... það sem skiptir máli eru lögin sem eru rosalega mögnuð. Fyrst er byrjað á Coil sem er gullfalleg ballaða sem Mike syngur dúet með Nathalie Lorichs, en þetta er fölsk byrjun því lagið sem kemur eftir það er eitt af mögnuðustu dauðalögum sem hafa verið skrifuð. Og öll hin lögin eru líka frábær, mér fannst sérstakega gaman af Burden, á endanum á því lagi þá er hann Akerfeldt að spila soldið kassagítarsóló á meðan einhver er að dántjúna gítar þegar hann spilar. Annað sem ég hef alltaf haft gaman af í sambandi með Opeth er söngurinn, þessi maður þegar hann syngur, þá er þetta einsog að hlusta á einhver sem hefur verið kysstur af Gabríel erkiengli sjálfum, en þegar hann öskrar þá hljómar hann einsog hann er að nauðga satani sjálfum í rassgatið, og getur þetta í sömu laglínunni... ÞAÐ er hæfileiki.
2. Kayo Dot - Blue Lambency Downward
Kayo Dot fæddist þegar Maudlin in the Well hættu. Kayo Dot er hljómsveit fyrir þá sem finnst Tool alltof einfaldir. Falleg lög og lagasamsetningar hér á ferð. Kayo Dot á það sameiginlegt með Opeth að aðalmaðurinn er frábær söngvari, frábær gítarleikari og frábær lagahöfundur. Það var einhver sem líkti honum Toby Driver einsog Jeff Buckley sem kann að öskra.
Baby Dee - Safe inside the day
Baby Dee er ákaflega skemmtileg sviðskona, ég hef farið á tónleika hjá þessum kynskipting tvisvar og bæði skiptin var það æðisleg reynsla. Fyrir þá sem vilja einhvern samburð: Tom Waits með kvenmansrödd. Á þessari plötu höfum við Bonnie "Prince" Billy syngjandi á öllum lögunum og Andrew W.K. á bassa. Þetta er falleg plata og mjög góð til að hlusta a þegar er rigning úti og þú vilt ekki fara út(Fyrir mig næstum hver einsti dagur einsog er). Baby Dee sjálf samdi öll lögin, syngur og spilar á hörpu og píanó.
Meshuggah - obZen
Stærðræðisþungarokk, einsog sumir hafa kosið að kalla tónlistarstefnu Meshuggah. Þeir ákvaðu að leggja niður Drumkit from hell og fá trommarann til að spila aftur, sem var mjög góð ákvörðun. Trommuleikurinn er frábær. Átta-strengjagítarar fá þennan hrosalega dimma tón. Þessi plata er einsog allar hinar á þessum lista er frábær. Og lagið Bleed er líklega það allra besta af því.
Nick Cave & The Bad Seeds - Dig!!! Lazarus DIG!!!
Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi Nick Cave, alveg frá því þegar ég heyrði The Mercy Seat úr plötunni Tender Prey. En ég var ekki voðalega hrifin af No More Shall We Part. En Dig!!! Lazarus Dig!!! er skemmtileg plata, og hefur hann Nick Cave loksins ákveðið að setja húmorinn sinn í tónlistinna sína og hafa gaman af því sem hann er að gera. Góð plata þarna á ferð.
SepticFlesh - Communion
Hvað get ég nú sagt um þessa plötu sem Þórður hefur ekki sagt? Ekki neitt, nema takk fyrir Þórður, Anubis er núna eitt af uppáhalds þungarokks lögum mínum.
Mike Patton - A Perfect Place
Meiri Mike Patton vitfirring, en ekki einsog Mr Bungle.
Biomechanical - Cannibalised
Bresk Technical Death Metal hljómsveit hér á ferð, söngvarinn er ákaflega skemmtilegur, hl´jomar einsog bastarðsbarn Rob Halfords og Phil Anselmo. Skemmtilega erfið þungarokksplata þarna á ferð, öll lögin hafa verið sett á Volume 11.
Death Angel - Killing Season
Næst besta Thrash plata þessa árs, því miður þá er Death Magnetic ekki einu sinni nálægt því að vera jafngóð og þessi eða Formation of Damnation.
Testament - The Formation of Damnation
Ég segi nú bara það sama og það sem ég sagði um Communion. Besta Thrash Plata þessa árs.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli