Núna, er ég loksins skilin, og gvuð hvað ég hef haft gaman af því. Nei ekki misskilja, ég er ekki að segja að hjónabandið hafi verið mistök, ó nei, þetta var reynsla og hver er tilgangurinn í því að sjá eftir reynslu, góðri eða slæmri? 6 ár saman þar af 3 gift, eignaðist dóttur á leiðinni, ekki slæmt það sko.
Það er nú litið annað að frétta héðan nema það að ég hef sótt um 2 vinnur í spítalanum, eitthvað annað en geðhjúkrun. Á að fara læra umönnunarfræði 3. stig í Nóvember og þegar það er búið get ég loksins farið í Háskólan og lært hjúkrunarfræði.
Mamma var hér í 3 vikur sem var mikill léttir og mjög gaman, hún sultaði vel og mikið á meðan hún var hér. Og saknaði ég hennar um leið og þegar hún hvarf aftur á braut til Íslands.
Einsog er þá er ég að hlusta mikið á Opeth - Blackwater Park og Alice Cooper - Dirty Diamonds, og er að lesa American Gods eftir Neil Gaiman.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli