mánudagur, maí 26, 2008

Ætti ég að skrifa eitt blogg eða kíkja á pöbbinn með bók í hendi? Þetta er spurning sem ég spyr mig alltaf þegar hún Kaitlyn er með móður sinni.

Loksins þá virðist sem að skilnaður sé að enda, loksins. 6 ár, 3 ár giftur... soldið skrítið að vera 24 og fráskilin, einstæður faðir... en það besta við það er að ég sé ekki eftir neinu af því sem hefur komið fyrir. Þessi reynsla á eftir að vera mér góð, það þýðir ekkert að segja að hjáonabandið var eitt stórt slys, það var það alls ekki, en svona gerist og það gerðist hjá mér. Shit happens and now I just have to compost it, er það sem ég hef sagt síðan þetta byrjaði.

Vonandi mun ég geta komist til Íslands í Júlí ef allt fer eftir áætlun, þó að foreldrar hennar Sono er frekar þrjósk yfir að ljá mér vegabréfið hennar Kaitlyn.

Ætla að kíkja húðflúr-studíó á morgun og kannski skella einu huðflúri á vinstri handlegginn.

Ég og Ve fórum í gönguferð í gær til Caton sem tók u.þ.b. 2 klukkutíma, löbbuðum með fram ánni Lune og sáum margt fallegt. Stoppuðum við á pöbb sem heitir The Station og fengum okkur að eta og löbbuðum svo sömu leiðinna aftur heim. Horfðum á Jarhead þegar við komum heim sem er ágættis mynd.

Í dag hefur mér bara leiðst, þannig ég kláraði Darkly Dreaming Dexter sem ég keypti eftir ég horfði á fyrstu seríunna sem var helvíti góð. En þetta er eitt af þeim fáum skiptum sem mér fannst bókin ekki jafngóð og myndinn/þættirnir. Bókinn var góð, en bara ekki jafngóð og þættirnir.

Kláraði aðra bók um daginn sem hér Bill Hicks: Agent of Evolution eftir Kevin Booth. Mjög góð bók og mjög áhugaverð, yfirleitt er ég ekki hrifin af ævisögum en ég varð nú bara að lesa þessa bók, þar sem ég er mikill aðdáandi Bill Hicks.

Hef verið að sækja um fleiri vinnur. Ég nenni ekki lengur að vera í heilsubransanum. Vil eitthvað nýtt...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Spennó spennó nýtt húðflúr bara!! Mig langar svo að bæta í safnið mitt, þú verður barasta að sýna mér mynd af þessu!!