Ég, einsog bróðir minn hann Þórður, elska tónlist. Og nýverið hef ég verið að hlusta á soldið mikið af mjög góðri tónlist. Á þriðjudag halaði ég niður nýju Eagles plötunni Long Way Out Of Eden, sem er sko mjög fín plata sérstaklega þegar manni langar að slaka aðeins á. Er soldið skrýtið að þeir hafa ekki gefið út Orginal stúdíó plötu síðan 1979, en þessi plata er ekki ósvipuð Hotel California, sem er meistaraverk.
Síðan halaði ég niður Pain of Salvation - Remedy Lane. Sem má kalla Prog-Metal hljómsveit, mjög góð plata þar á ferð og er söngvarinn, Daniel Gildenlow, geggjaður. Mike Patton aðdáandi þar á ferð.
Down - III: Over The Under. Down er Hljómsveit sem hefur komið mér skemmtilega á óvart. Ég hef nú aldrei verið mikill aðdáandi Pantera(Þó það voru lög hér og þar sem mér fannst andskoti góð, og hann Dimebag Darrell var frábær gítarleikari) og þá sérstaklega fór hann Phil Anselmo á taugarnar mínar. EN með Down sýnir hann að hann er helvíti góður söngvari. DOWN fyrir þá sem ekki vita er svo kölluð Súpergrúbba og saman stendur af Pepper Keenan úr Corrosion Of Conformity, Kirk Windstein úr Crowbar, Rex Brown úr Pantera og Jimmy Bower úr EyeHateGod. Allar þrjár plöturnar frá Down eru góðar en þessi er djöflagóð.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli