Núna, akkúrat núna þá elska ég lífið mitt. Já ég er að fara í gegnum skilnað, en mér líður miklu betur núna miðað við fyrir síðasta árið. Einstæður faðir, get farið á pöbbinn oftar, enginn til að að nöldra yfir mér, enginn sem spyr hvort ég sé hrifinn af einhverjum öðrum eða hvort ég hafi haldið framhjá. Nei, nú er ég frjáls og ég elska það.
Hef verið að lesa mikið, meira en venjulega. Bækur einsog Mental Health matters in Primary Care, Making history eftir Stephen Fry og Wyrd Sisters eftir Terry Pratchett. Svo keypit ég tvær bækur frá eBay. The Liar eftir Stephen Fry og Natures Numbers eftir Ian Stewart.
Ætla til Londons síðustu helgi þessa mánaðar. Og svo ætla ég til Leeds næsta mánuð til að fara og sjá Ólaf Arnalds spila. Og hitta margt nýtt fólk...
Jeddúddamía hvað mér líður vel.
2 ummæli:
Sæll.
gott að sjá að þú hefur það gott.
ef þú ert að lesa svon amikið mæli ég með "the power of now" og kanski "a new earth" þegar þú hefur lesið þa´fyrri 5-10 sinnum...
(http://www.eckharttolle.com/books)
kveðjur úr roki, og rigningu, hálku og snjókomu, sól og þoku og myrkri...
Binni
Komið til Íslands um jólin!!
...eða bara flytja hingað..
Skrifa ummæli