fimmtudagur, nóvember 25, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Það er margt sem ég sakna frá Íslandi. Sérstaklega Skyr með Rjóma, mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm nammi nammi nammi namm. Fiskibollur og Fiskibúðing frá Ora, Bjúga, Hamborgararnir, Pylsur, reyndar mest allt kjöt á Íslandi útaf því að kjötið hérna er ekki nærri því jafngott.

En hér er mesta krútt í heimi


miðvikudagur, nóvember 24, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Já ef ég held að flestir Bretar mundu samþykkja þessa tillögu

"
Hópur þingmanna vill svipta Blair völdum"

En það versta er að það er enginn sem gæti tekið við eftir hann, sérstaklega blóðsugann Micheal Howard.

laugardagur, nóvember 20, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Gærkveldið(19.11.04) var helvíti skemmtilegt, ég og Sono ákváðum að bjóða fyrrum nágranna(Kevin og Rachel) okkar í mat. Og eldaði margt og mikið einsog Stir-fry sem innihélt Tofu, Kínakál, Rauðlauk og Babycorn, Hýðishrísgrjón, Salat(Gúrkur, jöklasalat, radísur og gulrætur) með hnetusteik(Cashew nut roast, ef einhver er með betri þýðingu). Kev og Rachel komu reyndar soldið seint en skiptir nú ekki máli og komu þau með tvær flöskur af víni, eina flösku af rauðu og eina af hvítu, sem við kláruðum með matnum og eftir matinn og þá tók ég út Rósavínið og kláruðum þá flösku á þegar Simpsons var sýndur á Skjá Lúsifers.

Já þetta var mjög vel heppnað og mjög skemmtilegt kvöld.

þriðjudagur, nóvember 16, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Já það að verða foreldri er andskoti skemmtlegt, sérstaklega þegar maður þarf að hugsa svona mikið um framtíðinna einsog þegar hún Kaitlyn mun spurja "Mamma, pabbi, hvernig varð ég til?"


"Ööööö, ahhh, já, elskan mín.... við, sko ég og mamma þín, öööö það var gamall máfur að fljúga með þig eitthvert suður á bóginn og þurfti að leggja sig, og lagði þig niður í kálgarð þar sem við, sko mamma þín og ég vorum að, ahhhh, vorum að haldast í hendur. Já þannig var það sko...."
--------------------------------------------
Er það bara ég eða er það VIRKILEGA ÓTRÚLEGA pirrandi þegar einhver skrifar í Kommentakerfið og skrifar undir sem(Þú veit alveg hver ég er) og með alveg hroðalega íslensku? Nei vinurinn ég vita ekki hver þú ert til að ég þú vita hver þú var þá þarf mig sko á nafn svo mér viti hver þú eruð.

laugardagur, nóvember 13, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Ja hvur fjandans andskotin helvítis sjálfstæðismenn, niður með þessi helvítis Kapítalistasvín.

Frumvarp um afnám verkfalls kennara samþykkt á Alþingi

Og halda þeir virkilega að þetta muni virka vel?!?!?!?!?!?! HA!!!!! Eiga kennarar vera ánægðir með þetta? Halda þeir virkilega að kennarar eru í verkfalli bara til að skemmta sér? Smá frí? Okei ég spyr nú foreldra hvort vilja þau kennara sem kennir EKKI og kvartar um hvað hann/hún er með lág laun þegar hún á að kenna eða vilja foreldrar frekar kennara sem er ánægð/ur með lífið til að kenna krökkum þeirra?

Kennarar eyða 4 árum í háskóla og eiga því rétt á því að eiga von á góðum launum. Sjúkraliðar fá hærri laun! Er ég að reyna að móðga sjúkraliða? Þvert á móti, EN verðandi kennarar verða að húka í Menntaskóla í 4 ár og svo Háskóla í 4 ár, en sjúkraliðar þurfa bara að vera í Menntó í 3 ár. Er þetta sanngjarnt? Nei ég held nú ekki.

Með þessu frumvarpi hafa þeir í ríkisstjórnin skotið sjálfan sig í fótinn, vilja þeir nú ekki frekar staðsetja byssunna við ennið og skjóta svo, plís.

föstudagur, nóvember 12, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Já þið verðið að fyrirgefa mér fyrir að ekki fannála hér upp á síðkastið. Ég skuldaði víst Wanadoo u.þ.b. 100 pund, sem er talsvert mikið hérna á Bretlandindu, en þegar ég borgaði þeim þennan pening þá bjóst ég nú við að geta notað netið aftur, en nei. Af einhverjum ástæðum þá fékk ég skilaboð unm að mitt notendanafn og/eða lykilorð var ekki til á þeirra netsvæði. En jæja það skiptir svo sem ekki máli núna, er komið með netið aftur og ætla að fagna því með því að drekka smá rósarvín og Budvar bjór.

Það sem er nú helst að frétta er það að ég er búin með mitt fyrsta ár í námi NVQ level 2(National Vocational Qualification) í umönnun. Og er ég nú bara mjög ánægður með það. Get mjög líklega farið í háskólann og lært hjúkrun á næsta ári.

Kailtyn tók þátt í tískusýningu á miðvikudaginn var og gekk það nú bara vel ef vídeóklippann hans Davids(Tengdó) er eitthvað til að fara eftir. Og er hún Kaitlyn litla loksins byrjuð að borða. Hrísgrjón og gufusoðið grænmeti.

Yasser Arafat - var hann myrtur?

Var að lesa bloggið hennar Imbu þar sem hún skrifar um Þjóðernissinna, mig langar bara að benda á fólki á það að vera þjóðernsinni er ekki það sama og að vera rasisti, rasistar nota þenna titil bara til að sýna hversu gáfaðir og menntaðir(helvítis sjómenn) þeir eru. Að elska landið sitt þýðir ekki ða maður eigi að hata alla sem eru aðeins brúnari(eða gulari) en maður sjálfur sem þýðir nú einfladlega það að að Stjáni frændi ætti nú að hata að horfa á spegillinn...

En ég segji nú bara einsog hinn heimsfrægi heimspekingur:
Duckman: It's times like this that I wish I had a penis.