mánudagur, maí 31, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Alltaf finnst mér ótrúlegt að vita að það svona getur komið fyrir. Þetta fer alveg heiftarlega í magann. En það eru nokkrar spurningar sem liggja í loftinu eftir að hafa lesið þessa frétt einsog:
"Hver stakk móðurina?" og "Getur verið að strákurinn sé sá seki?"
---------------------------
Annars er ekkert að frétta frá mér nema það að mig langar alveg ferlega að fá á þessa tónleika.

föstudagur, maí 28, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Miðvikudaginn var þá hringdi hún mamma í mig, svona bara til að fá að vita hvað var títt og spurði mig líka hvort ég vildi nú ekki bara senda mynd og upplýsingar um fæðingu hennar Kaitlyns til þeirra félaga á Eystrahorninu og ég sagði nú bara Jújú af hverju ekki og gerði það nú bara. Sendi eina fallega mynd af henni þar sem hún er að horfa á mig með þessum undrunaraugum, svo kíkti ég á Horn.is og þar kom þessi fallega tilkynning 'Nýr Hornfirðingur í Englandi' vil ég nú þakka þeim Hornafélögum fyrir en ég er nú samt að vona að þetta verði líka í Eystrahorninu næstu viku.

miðvikudagur, maí 26, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Var að horfa á Assault on Precint 13 eftir John Carpenter. Algjört meistaraverk.
Namu-Myoho-Renge-Kyo

playful
You are the playful side of Garfield- the one who
keeps pushing poor Odie off the table and
annoying Jon.


What Garfield Personality do you Have?
brought to you by Quizilla

þriðjudagur, maí 25, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Jæja. þið verðið að afsaka það að ég hef ekki skrifað svo mikið en ég hef verið að vinna mikið, kynnast dóttur minni og legið í svitakasti með uppköst á millitíðinni. Já þessir síðustu dagar hafa verið helvíti góðir.

-----------------------------------

Hef verið að lesa mikið þessa undanförnu daga einsog:
The Hiram Key Eftir Christopher Knight og Robert Lomas. Þessir menn eru báðir Frímúrarar og vildu einfaldlega fá að læra um sögunna um Frímúra sem enginn ekki einu sinni Frímúrarar sjálfir vissu. Frábær bók.

The Eye of the World og The Great Hunt báðar eru hluti af stórri sögu sem heitir Wheel Of Time u.þ.b. 10 bækur og fer engin undir 600 blaðsíður og er ég að lesa þirðja hlutan sem er kallaður Dragon Reborn.
----------------------
Sá einhver annar ræðunna hans Gogga Búsk? Þar sem hann vissi ekki hvað Abu Graib hét? Það var annað hvort Abu Uhuhuh Garib eða Ab uhuhuh Abu Garab. Ég spyr nú bara einsog hann Micheal Moore er hann lesblindur.
--------------------
Jæja ætli ég verði nú ekki bara að hverfa.

þriðjudagur, maí 18, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Önnur mjög góð grein á Alternet.org

mánudagur, maí 17, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Í dag á hún Kaitlyn Björg 2 vikna afmæli. Og verð ég nú að segja að þetta er einhver stórmerkilegasta upplifun sem hægt er að fara í gegnum. Fyrsta vikan var nú heldur erfið, mjög lítið um svefn og almennt af tækifærum til að lifa lífinu en, ekki ætla ég nú að kvarta of mikið því ég mundi nú ekki vilja gera nokkuð annað en að vera með þessari litlu elsku. Það eina sem hefur verið erfitt að venjast er blayjuskiptingin, ég er vanari að skipta á talsvert stærri rössum en hennar! Ekki get ég nú kvartað yfir svefnlausar nætur en ég get nú kvartað yfir svefnlausum dögum því ég vinn ávallt á næturvöktum. Mikið af gjöfum hef ég nú fengið frá samstarfsfólkinu sérstaklega prjónaðar peysur og þess háttar. Sérstaklega var nú gaman að fá pakka frá henni Björgu frænku sem er víst dansandi af gleði yfir því að fá nöfnu og bauðst til að vera aðstoðaramma! Vil ég nú þakka henni, Hauki og Stinna fyrir.

Lífið var yndislegt og nú er það frábært. Að vera nýorðinn faðir er líklega besta tilfinning sem til er og er fæðing líklega fallegasta upplifun sem getur komið fyrir allar manneskjur. En jæja, núna er maddaman vöknuð og verð ég nú að skipta á henni.


Flood eftir Geoff Tate
Ask me what I believe in
I’d say compromise.
Once you know you can’t deny.
If we open the flood gates…
we let it all in.
Don’t lose your head…


Swim to the middle or
to the other side.
It makes no difference
I’d follow you close as a shadow.
I’d kiss your words…
but here in the sand
we've drawn the line.

Can you feel this
flood of life?
Can you feel this?
Let it all in. Yeah.

This heart of mine,
open up this flood of life.
This flood of life.
Here comes the flood.

There's some hope of love
left in those rainbow eyes.
On your way up
to touch higher ground,
you said you'd never change
this revolution heart.

Say what you will
you fly with me and
I couldn't love another.
Now ask me what I believe...
I'm lost in your chaos...
Here comes the flood
Let it all in.

Can you feel it?
Flood of life.
Feel it coming? Overflowing? Yeah.

It's this love of life.
Open up this flood of life.
If you'll open up you'll see
just what love could be.

Where you're standing now,
just feel the love.
Flood of life.
It's taking over, let it all in. Yeah.

This heart of mine, it feels the love.
Flood of life,
and it all feels right.
It feels so right.

Yeah, can you feel the flood now?
Open up and let it in.
Just open up and let it in.
This heart of mine feels the love,
feels the flood of life.
Feels right. It feels so right.

Where you're standing now,
just feel the love.
Flood of life.
It's something you can't divide,
and once you know then you'll decide.
This heart of mine feels the love,
feels the flood of life.
And it all feels right.
It feels so right

--------------------------------
Mjög góð grein hér.

sunnudagur, maí 16, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Hér er ein áhugaverð grein um aftöku Nick Bergs. Ég mæli með því að allir lesi hana.

þriðjudagur, maí 11, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Grrrrrrrrr.

Í dag er ég virkilega reiður. í dag fór hún Sono til læknis útaf því henni hefur klæjað svo andskoti mikið. Og læknirinn komst að þeirri niðurstöðu að þetta hljóta að vera húðlýs! O jæja. Sjálfum hefur mér klæjað helvíti mikið en mér datt nú aldrei til hugar að þarna væru lýs að verki. Frábært. Eina leiðn sem Sono hefði getað fengið þetta er gegnum mig útaf því ég vinn á elliheimili. Ástæðan fyrir því að ég er svona andskoti reiður er sú að þessi lús hefur farið gegnum hjúkrunarheimilið nokkrum sinnum og er ennþá þar en vilja alls EKKI samþykkja að kaupa 43 túpur af lúsakremi! "What's the point, their only going to get it again" segja þau. Þetta fólk á ekki skilið að eiga hjúkrunarheimili. Ég meina þeim er algjörlega skítsama hvernig starfsmönnum líða. Í Janúar/Febrúar var okkur lofað launahækkun en við fengum hana ekki þá útaf því að einn af eigundum þurfti á nýjum bíl að halda(Það var ekkert að hinum vara 3 árum of gamall).

Núna sit ég hér fyrir framan tölvunna hálfnakinn með þetta helvítis krem um allan líkaman og ég má ekki taka það af mér fyrr en klukkan 1 í nótt. gaman gaman.




Ég ætla mér að kaupa eitt stykki haglabyssu. Ég veit hvar þau eiga heima.

fimmtudagur, maí 06, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Halló Halló fólk. Það er allt það að frétta héðan, ég hef komist að því að Kaitlyn Björg hefur gaman af Dave Brubeck og Queensryche og finnst mér það gott útaf því þá er ég ekki sá eini hér á þessu heimili sem líkar vel við þá hljómsveit. En o Jæja. Ég var að tala við Afann í gær og hann spurði mig um nýja heimilisfangið og spurði líka hvort ég væri nú ekki til í að setja heimilisfangið á Bloggið en því miður ætla ég nú ekki að gera það en fyrir þá sem vilja fá heimilisfangið (Og kannski símanúmerið líka) sendið þá tölvupóst til 6957629@talnet.is og ég mun svara sem allra fyrst.

En fyrir þá sem vilja þá er hér myndir af þá litlu.

mánudagur, maí 03, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Jæja.

ég

er

orðinn

PABBI.

Dóttir mín fæddist í nótt klukkan 2:37 og er 3500 grömm og heitir Kaitlyn Björg Ingvarsson. Og já ég er mjög stoltur í dag.