"Veittust að lögreglu
20-30 ungmenni réðust með kjafti og klóm að lögreglunni á Höfn í Hornafirði á aðfaranótt þriðja dags jóla og hlutu lögreglumennirnir smávægileg meiðsli af því er fram kom í útvarpsfréttum.
Um 100 gestir voru á dansleik í Sindrabæ og var aldurstakmarkið 16 ár. Á dansleiknum var ungur maður ofurölvi og illur viðureignar og hafði meðal annars ráðist með höggum að öðrum gestum. Dyraverðir kölluðu á lögreglu og komu þeir manninum út. Fjórir lögreglumenn fóru á staðinn til að handtaka manninn.
Fyrir utan Sindrabæ voru 20-30 unglingar sem ekki höfðu fengið aðgang að dansleiknum sökum ungs aldurs. Þeir gerðu aðsúg að lögreglunni þegar hún var að koma drukkna manninum í lögreglubílinn. Ungmennin réðust með kjafti og klóm að lögreglumönnunum og hlutu þeir smávægileg meiðsli. Leikurinn barst því næst að lögreglustöðinni og var rúða brotin þar.
Nokkrir voru handteknir og voru þeir vistaðir á lögreglustöðinni og hringt í foreldra þeirra og þeir beðnir um að sækja börn sín. Sá drukkni gisti fangageymslur um nóttina. Rúv greindi frá. "
Hvernig ætli senan hefði verið ef þeir hefðu reykt kannabis í staðinn fyrir að drekka alkóhól?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli