fimmtudagur, janúar 01, 2004

Gleðilegt nýtt ár fólk. Ég þarf núna að formatta tölvunna og setja hana aftur upp. En hér er annállinn minn fyrir 2003


Janúar – Hér var ég ennþá á Íslandi og var að vinna í HSSA. Þennan mánuð þá ákváðum við Sono að við ætlum að flytja til Englands.

Febrúar – Undirbúningur fyrir flutningin byrjar. Ég segi starfi mínu lausu hjá HSSA. Með mikilli sorg í mínu hjarta. Ó hvað ég elskaði að vinna þar, jafnvel þó að ég var eini karlmaðurinn þar(þaes í hjúkrun).

Mars – Er að flytja út box eftir box. Peningar fjúka út um gluggann(Póstinn). Ég segi starfi mínu lausu hjá HSSA. Með mikilli sorg í mínu hjarta. Ó hvað ég elskaði að vinna þar, jafnvel þó að ég var eini karlmaðurinn þar(þaes í hjúkrun).

Apríl – Fleiri Kassar fara til Ulverston(Þar sem ég bý núna).

Maí – Ennþá að senda kassa út. En ég og Sono tókum þá ákvörðun að senda enginn húsgögn. Þennan mánuð segi ég bless hjá HSSA og Hrafnhildur hótar að hringja í löggunna svo ég get ekki farið.Og bara mikilvægustu eldhúsáhöldinn(Einsog mín ástkæra kaffivél... og tölvan hvernig get ég gleymt tölvuni) Tölvan var sú síðasta til að fara út og bara til öryggist þá bjó ég til Back-up á geisladisk og tók ég harða diskinn út. Förum til Reykjavíkur til að segja bless til allra vina mína(já þetta er satt ég á vini, ótrúlegt en satt) og bræður mína. [Tár]. En þann 27 fljúgum við út til Hins Sameinaða Konungsdæmi. [Tár]. Sono keypti miða frá Iceland Express. Efitr 190 mínutur frá Keflavík þá lentum við á Stansted flugvöll. Þaðan tókum við rútu til Victoria Bus Station í London, ó kvað ég hata London. Þetta er ljótasta borg í heimi. Sorry en þetta er sannleikurinn. London er stór ljót myglandi skítahaugur. Frá Victoria Bus Station tókum við rútu til Preston(11 klukkutímar) þar sem David(Tengdó) var að bíða eftir okkur. Og þannig endaði Maí.

Júní – Eftir nokkra daga hvíld þá byrjum við að leita eftir vinnu. Og hitinn er alveg óbærilegur hér á Englandi. Ég fæ síðan vinnu hjá hjúkrunarheimili sem heitir Cartmel-Grange í smábæ sem heitir Grange-Over-Sands. 30 mínútur með rútu, 15 með lest. Grange er smábær sem var mjög vinsæll túristabær. En ekki lengur. Núna er þessi staður svona nokkurn veginn einsog Miami í Bandaríkjunum. Allt gamla fólkið vill flytja hingað. Grange er gullfallegur staður. En bara með 3 pöbba á móti 53 í Ulverston(Þar sem ég bý). En að vinna í þessu helvítis skíta heimili. Jesús almáttugur Kristur. Algjört helvíti. Fyrsta lagi þá er ekki nógu margir starfsmenn. 43 íbúar en á góðum degi þá vorum við bara með 5 starfsmenn frá 7,45 til 14,00. og 4 starfsmenn frá 14,00 til 20,45. Hreint and**otans hel*íti. Allt útaf 2 hálfvitum sem héldu að þau stjórnuðu heimilinu. En útaf þessum stjórnenda-hermum þá hættu meira en 45% af starfsfólkinu og samkvæmt mínum heimildum þá eru fleiri að hætta.

Júlí – Ég var búin að fá nóg af þessari vinnu hjá Cartmel-Grange. Ég var að íhug að hætta enn þá hringdi kona sem heitir Helen Wilson spurði hvort ég væri ennþá laus og hvort ég vildi mæta í viðtal. Ég sagði “Já” strax.. Ég hætti hjá Cartmel-Grange og byrjaði að vinna hjá Swarthdale einkahjúkrunarheimili 28. Og samkvæmt Helen þá fékk ég mjög góð meðmæli hjá Ester(eða var það Guðrún Júlía). Sem ég er mjög þakklátur fyrir.
Hitinn er ennþá óbærilegur fer vel yfir 30°C.

Ágúst – Hitinn nær 38°C. Heitasti dagurinn á Bretlandi síðan mælingar byrjuðu. En það er ekki það eina sem var sérstakt við þennan mánuð. Ég og Sono byrjum loksins að leigja risa-íbuð fyrir £300 um það bil 30000 krónur. RISA RISA RISA íbúð. En við þurfum að mála öll herbegginn og teppaleggja allt saman aftur. Einfaldlega útaf því að teppinn voru að hrynja og veggirnir voru öll bleik. Það leit út einsog Páll Óskar hafði lifað hér áður en við fluttum inn. En það stærsta sem kom fyrir í Águst var það að Sono varð ófrísk. ÉG ER AÐ VERÐA PABBI!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

September – Ég átti afmæli þá ég átti afmæli þá. Blablablablablablablablablablabla. Bjórhátíð var hér í Ulverston. Þannig allir sem hafa áhuga á góðum bjór komið til Ulverston í September. Fyrsta sónarskönnuninn var þá. Sætt lítið krýli.

Október – Sono átti afmæli þá. Skönnun númer tvö. Oh enn sætt. Hendur fætur, andlit. 2 ár síðan við Sono byrjuðum saman. Og ég byrja að læra NVQ nám í hjúkrun.

Nóvember – Dickensian hátíðin var þann 29-31. Mjög gaman. Mikið af útimörkuðum.

Desember – Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þriðja og síðasta skönnunin sem Sono fer í. En hvað það var gott að sjá barnið nudda augað sitt. Og við fengum:
Kaffvél, ketil, ristavél, bók, barnaföt, Búddastyttu, Reykelsi, Snigil, kaffi, dagbækur og ilmpoka.. Ég fékk Peysu og nuddvél. Sono fékk Peysu, bók, óléttuföt. og meira sem ég man ekki eftir.

Engin ummæli: