sunnudagur, desember 28, 2003
Fyrr á þessu ári rakst ég á grein í DV(Áður en ég flutti til Englands) um fæðubótartöflur búnar til úr Ginkgo Biloba. Þar var talað um hvað hvað þessi planta væri góð fyrir minnið þannig ég keypti þessar töflur, ég meina af hverju ekki?, ég er með gott minni, eitt af því góða sem ég erfði frá mömmu, en ég hélt af hverju ekki bæta minnið? Ég byrjaði að taka eina Gingko á hverjum degi og eftir eina viku, þá byrjaði ég að hugsa eftir einn klukkutíma "Tók ég töflunna í morgun?". Þannig þegar ég kláraði boxið hætti ég. Til hvers taka töflu sem á að bæta minnið ef maður hugsar Tók ég töflunna eða ekki????? Þvílíkt gagnsleysis fæðubótarefni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli