mánudagur, desember 29, 2003

"Veittust að lögreglu
20-30 ungmenni réðust með kjafti og klóm að lögreglunni á Höfn í Hornafirði á aðfaranótt þriðja dags jóla og hlutu lögreglumennirnir smávægileg meiðsli af því er fram kom í útvarpsfréttum.
Um 100 gestir voru á dansleik í Sindrabæ og var aldurstakmarkið 16 ár. Á dansleiknum var ungur maður ofurölvi og illur viðureignar og hafði meðal annars ráðist með höggum að öðrum gestum. Dyraverðir kölluðu á lögreglu og komu þeir manninum út. Fjórir lögreglumenn fóru á staðinn til að handtaka manninn.
Fyrir utan Sindrabæ voru 20-30 unglingar sem ekki höfðu fengið aðgang að dansleiknum sökum ungs aldurs. Þeir gerðu aðsúg að lögreglunni þegar hún var að koma drukkna manninum í lögreglubílinn. Ungmennin réðust með kjafti og klóm að lögreglumönnunum og hlutu þeir smávægileg meiðsli. Leikurinn barst því næst að lögreglustöðinni og var rúða brotin þar.
Nokkrir voru handteknir og voru þeir vistaðir á lögreglustöðinni og hringt í foreldra þeirra og þeir beðnir um að sækja börn sín. Sá drukkni gisti fangageymslur um nóttina. Rúv greindi frá. "


Hvernig ætli senan hefði verið ef þeir hefðu reykt kannabis í staðinn fyrir að drekka alkóhól?

sunnudagur, desember 28, 2003

Fyrr á þessu ári rakst ég á grein í DV(Áður en ég flutti til Englands) um fæðubótartöflur búnar til úr Ginkgo Biloba. Þar var talað um hvað hvað þessi planta væri góð fyrir minnið þannig ég keypti þessar töflur, ég meina af hverju ekki?, ég er með gott minni, eitt af því góða sem ég erfði frá mömmu, en ég hélt af hverju ekki bæta minnið? Ég byrjaði að taka eina Gingko á hverjum degi og eftir eina viku, þá byrjaði ég að hugsa eftir einn klukkutíma "Tók ég töflunna í morgun?". Þannig þegar ég kláraði boxið hætti ég. Til hvers taka töflu sem á að bæta minnið ef maður hugsar Tók ég töflunna eða ekki????? Þvílíkt gagnsleysis fæðubótarefni.

fimmtudagur, desember 25, 2003

Hver eru vísindin í því að veiða einn hval? Ég skil ekki hver tilgangurinn er að skjóta hval og skoða hversu lengi hann drepst.

Ég styð hvalveiðar en til hvers fela sig bakvið einhvern orðaleik einsog þennan? Hvalveiðar fyrir vísindi?

"The only duty we owe history is to rewrite it." - Oscar Wilde

miðvikudagur, desember 24, 2003

Jæja. Núna eru allir búnir að opna pakkana sína á Íslandi, en ég má ekki gera það fyrr en á morgun. Sniff. En núna var ég að sjá að Doddi
bróðir er kominn með bloggsíðu. Og ég verð að segja að Doddi er góður penni en síðan er bara fyrir þá sem eru með opinn huga.
Gleðileg Jól allir saman.

þriðjudagur, desember 23, 2003

Sönnun yfir því að Guð er ekki til. Hár í rassaskorunni. Ef Guð er fullkominn og við erum sköpuð í hans líki, þá efa ég að hann er með hár í rassaskorunni.
takk fyrir Dóri. Takk, takk, takk takk. Ég fékk diskanna í dag. Þú gast ekki sent mér þunglyndari jólakveðjur.

Þunglynda Jólakveðja
Ingvar

sunnudagur, desember 21, 2003

Halló fólk. Núna er ég komin með ADSL!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!1

þriðjudagur, desember 16, 2003

Ég þakka fyrir póstinn allir saman. Gaman að fá að vita að einhverjir hafa trú á mér í því að ég verð góður faðir, ég vona bara að barnið fá útlitið frá móður sinni og heilann með.

En lífið er gott einsog er.

"Always Look on the Bright Side of Life" from Monty Python's "Life of Brian"

Cheer up, Brian. You know what they say.
Some things in life are bad,
They can really make you mad.
Other things just make you swear and curse.
When you're chewing on life's gristle,
Don't grumble, give a wistle!
And this'll help things turn out for the best...
And...

(the music fades into the song)

...always look on the bright side of life!
(whistle)

Always look on the bright side of life...
If life seems jolly rotten,
There's something you've forgotten!
And that's to laugh and smile and dance and sing,

When you're feeling in the dumps,
Don't be silly chumps,
Just purse your lips and whistle -- that's the thing!
And... always look on the bright side of life...

(whistle)
Come on!

(other start to join in)
Always look on the bright side of life...
(whistle)

For life is quite absurd,
And death's the final word.
You must always face the curtain with a bow!
Forget about your sin -- give the audience a grin,
Enjoy it -- it's the last chance anyhow!

So always look on the bright side of death!
Just before you draw your terminal breath.
Life's a piece of shit,
When you look at it.

Life's a laugh and death's a joke, it's true,
You'll see it's all a show,
Keep 'em laughing as you go.
Just remember that the last laugh is on you!

And always look on the bright side of life...
(whistle)
Always look on the bright side of life
(whistle)

fimmtudagur, desember 11, 2003

"Time is the fire in which we burn" - Saron, Star Trek Generations

Um þessa línu hef ég hugsað mikið um einfaldega útaf því að ég á von á barni, já fyrir ykkur sem vissu þetta ekki þá á eigum við Sono von á barni í Apríl. Þannig Jónas þetta var mjög góð ágiskun hjá þér(En af hverju finnst mér einsog þetta var ekki ágiskun).
Svo virðist að það er alheimssamsæri hjá kindum að fremja fjöldasjálfsmorð. Hér þar sem ég bý þá drápust 20 kindur sem fóru fyrir framan lest. Hmmmmm. Ætli þau séu að reyna koma á rollu-uppreisn. Með sjálfsmorð-terrorista-kindum og þess háttar.

þriðjudagur, desember 09, 2003

Hann stóri(Almáttugi) bró á afmæli í dag. Já hann Svavar er orðin stór í dag, 32 ára. Ætli aldurinn sé að fara eitthvað illa með hann.
“Taxation is just a sophisticated way of demanding money with menaces”
–Lord Vetinari, Discworld.

Frábær lína. Fyrir ykkur sem kunnið ekki ensku þá þýðir þetta “Skattlagning er bara háþróuð leið til að krefjast peninga með ógn”. Eitt af því sem fólk finnst alltaf gaman að kvarta yfir í sambandi við stjórnvöld er skattlagning, en ég get svo svarið það að Englendingar haf algjörar rétt á því að kvarta. Þetta er alveg sorglegt. Ég skora á hbvern þann íslending sem kvartar yfir skattinum á Íslandi að koma hingað til Englands. Það er skattur allstaðar. Það er tekinn skattur á bankareikningsvexti. Það er setur skattur ofan á sektum. Semsagt ef löggan nær manni að keyra of hratt þá er sektinn kannski 5000 kall og síðan skatturinn ofan á það er 3000. Hmmmmmm.

En ég ætti svo sem ekki að kvarta ég fæ alveg úrvalsþjónustu ekki satt? Nei. Heilsukerfið hér í Bretlandi er andskoti sniðugt, en atriðið sem Bretar skjóta sig allt í fótinn er skriffinnska. “The Red Tape” einsog þeir kalla það. Til að lýsa sig atvinnulausann þá þarf maður að skrifa 60 eyðublöð. 60!!!!!!!!! Og þetta er bara smádæmi um hvað skriffinnskan er hræðileg hér. Ef ég man rétt þá var skriffinskan fyrst til hér á hinu sameinaða Konungsdæmi. Sorglegt, en sorglegt.

Síðan Velamammaflokkurinn komst aftur í Ríkisstjórn þá hafa verið 66 skattahækkanir!!!! 66!!!!! Þetta er sammi flokkurinn sem lofaði að þeir mundu ekki hækka skattinn. En Tony B(liar) og félagar voru fljótir að gleyma þeim loforðum. En hinsvegar hefur atvinnuleysi aldrei verið lægra, kannski skriffinnskan hefur haft einhver góð áhrif. Það er Verkamannaflokkinum að þakka að það er lágmarkskaup. Verkamannaflokkurinn hefur gert margt gott. Þannig ég gett sagt að það er betra að fá 66 smá skattahækkanir, frekar en nokkrar risaskatthækkanir einsog þegar Íhaldsflokkurinn var við völd. Þegar Magga stáltík var við völd.

En ó jæja. Það er gott að búa hér, en ég verð nú samt að segja að ég sakna þess að vera á Íslandi.

fimmtudagur, desember 04, 2003

Af hverju voru þeir á Horninu að breyta til. Mér fannst síðan ósköp góð einsog hún var.
jæja. Jónas......... þú mátt halda áfram að giska.

Ég veit að ég er ekki búinn að skrifa mikið hér í blogginu en ástæðan er sú að ég er ekki með internet heima þannig ég verð að fara í bókasafnið. Þið fáið að vita allt saman þegar ég posta annálinn minn.

Ég vildi bara óska þess að ég fengi almennilegt kaffi hér á Bretlandi.

þriðjudagur, desember 02, 2003

Helga mín segjum bara svo að ég á von á mjög góðri gjöf í Apríl.