þriðjudagur, desember 09, 2003

“Taxation is just a sophisticated way of demanding money with menaces”
–Lord Vetinari, Discworld.

Frábær lína. Fyrir ykkur sem kunnið ekki ensku þá þýðir þetta “Skattlagning er bara háþróuð leið til að krefjast peninga með ógn”. Eitt af því sem fólk finnst alltaf gaman að kvarta yfir í sambandi við stjórnvöld er skattlagning, en ég get svo svarið það að Englendingar haf algjörar rétt á því að kvarta. Þetta er alveg sorglegt. Ég skora á hbvern þann íslending sem kvartar yfir skattinum á Íslandi að koma hingað til Englands. Það er skattur allstaðar. Það er tekinn skattur á bankareikningsvexti. Það er setur skattur ofan á sektum. Semsagt ef löggan nær manni að keyra of hratt þá er sektinn kannski 5000 kall og síðan skatturinn ofan á það er 3000. Hmmmmmm.

En ég ætti svo sem ekki að kvarta ég fæ alveg úrvalsþjónustu ekki satt? Nei. Heilsukerfið hér í Bretlandi er andskoti sniðugt, en atriðið sem Bretar skjóta sig allt í fótinn er skriffinnska. “The Red Tape” einsog þeir kalla það. Til að lýsa sig atvinnulausann þá þarf maður að skrifa 60 eyðublöð. 60!!!!!!!!! Og þetta er bara smádæmi um hvað skriffinnskan er hræðileg hér. Ef ég man rétt þá var skriffinskan fyrst til hér á hinu sameinaða Konungsdæmi. Sorglegt, en sorglegt.

Síðan Velamammaflokkurinn komst aftur í Ríkisstjórn þá hafa verið 66 skattahækkanir!!!! 66!!!!! Þetta er sammi flokkurinn sem lofaði að þeir mundu ekki hækka skattinn. En Tony B(liar) og félagar voru fljótir að gleyma þeim loforðum. En hinsvegar hefur atvinnuleysi aldrei verið lægra, kannski skriffinnskan hefur haft einhver góð áhrif. Það er Verkamannaflokkinum að þakka að það er lágmarkskaup. Verkamannaflokkurinn hefur gert margt gott. Þannig ég gett sagt að það er betra að fá 66 smá skattahækkanir, frekar en nokkrar risaskatthækkanir einsog þegar Íhaldsflokkurinn var við völd. Þegar Magga stáltík var við völd.

En ó jæja. Það er gott að búa hér, en ég verð nú samt að segja að ég sakna þess að vera á Íslandi.

Engin ummæli: