sunnudagur, janúar 05, 2003

ÉG hef tekið eftir því að næstum allir Bloggarar sem ég les daglega hafa skrifað um hvað hefur komið fyrir þá á síðasta ári. Fyrir mig hefur þetta verið nokkuð erfitt djobb en ég skal samt reyna.
Fékk vinnu í Janúar á HSSA. HeilbrigðisStofnun SuðAusturlands í umönnun(Skeina gömlu fólki og því um líkt).
Flutti frá foreldrahúsum í Febrúar. Bý nú á Miðtúni 8 fyrir ofan ömmu. Þannig það er ekki mikil breyting. Og lék í Gísl sem Rio Rita erki-hommi(Hvað er þetta með homma hlutverk og ég... er einhver að segja mér eitthvað).
Fékk mér kettling í Mars sem heitir Tigger. Ekki Tiger. Og Stórt rúm.
Trúlofaðist í Apríl(Stelpu)(Ekki til að sanna að ég sé ekki hommi. ÉG ER EKKI HOMMI).
Maí - Júní-Júlí. Ekkert sérstakt.
Águst. Byrjaði að blogga
September.Fórum á Búddista-námskeið þann 21-22 á Hellu, það var voða gaman hitt fólk sem ég hafði ekki hitt í 2 ár. Við Sono ætluðum að giftast þann 26. En þurftum að fresta því útaf pappírum.´Við þurftum að fá pappír sem er nefndur Certificate of No Impediment. ÉG nenni ekki að útskýra hvernig það átti að ganga fyrir. Og foreldrar Sono komu til landsins sem var kraftaverki líkast. ÞAð tók 11 mánuði að sannfæra David um að koma. Og þegar við loksinis ákváðum hvernær við ætluðum að giftast þá keypti hann upptökuvél fyrir 700 pund eða 97300 krónur. Þetta er sami maðurinn sem sagðist ekki vilja koma til Íslands útaf því að það væri of dýrt. Eftir að við aflýstum brúðkaupinu þá Sýndum við bara the Tengdós landið.
Október. Fyrsti "vetrar"dagur.
Nóvember. Æfingar á Emil í Kattholti byrja. ÉG átti fyrst að vera statisti(sadisti) en síðan hætti Brooks og ég fékk hlutverkið hans. Alfreð. Þá byrjaði ég að safan skeggi og öðrum líkamshárum.
Desember. Frumsýningin á Emil!!!!! Vúhú. Sýningar og fleiri sýningar. Jólin. Áramót. Árið búið.

Engin ummæli: