mánudagur, febrúar 22, 2010
miðvikudagur, febrúar 17, 2010
Haiku:
Fór í viðtal.
Fæ að heyra á Föstudaginn.
Gaman.
Í stórum dráttum(HAha, dráttur!)
Já ég fór í viðtal í dag, fyrir sama fyrirtæki, bara betri vinnu með betri laun. Staðan sjálf heitir á ensku Associate Practitioner. Er sjálfur ekki voðalega viss um hvað þetta heitir á Íslensku, en þetta er svona svipað og að vinna sem Sjúkraliði. Það besta hinsvegar í sambandi við þessa vinnu er það að ég fæ meiri ákvörðunarvöld um hvernig á að sjá um sjúklinganna. Þetta er eitthvað sem hefur farið í taugarnar mínar vel lengi, að vinna í umönnun, sjá um sjúklinganna daginn inn og daginn út. En svo er ekki hlustað á okkur venjulega starfsfólk um ástandið á sjúklingunum!
Viðtalið sjálft gekk mjög vel, og fæ ég að heyra á Föstudaginn hvort mér hafi gengið jafnvel og mér fannst.
Annars er það nú að frétta að það er ekki lengt þangað til næsta barnið muni fæðast. 2-6 vikur, eða hér um bil. Á að fæðast 15 Mars. Og nei, við vitum ekki hvaða kyn barnið er. Það er nú ekki nema 45% líkur á því hvort sem það verði strákur eða stelpa.
Fór í viðtal.
Fæ að heyra á Föstudaginn.
Gaman.
Í stórum dráttum(HAha, dráttur!)
Já ég fór í viðtal í dag, fyrir sama fyrirtæki, bara betri vinnu með betri laun. Staðan sjálf heitir á ensku Associate Practitioner. Er sjálfur ekki voðalega viss um hvað þetta heitir á Íslensku, en þetta er svona svipað og að vinna sem Sjúkraliði. Það besta hinsvegar í sambandi við þessa vinnu er það að ég fæ meiri ákvörðunarvöld um hvernig á að sjá um sjúklinganna. Þetta er eitthvað sem hefur farið í taugarnar mínar vel lengi, að vinna í umönnun, sjá um sjúklinganna daginn inn og daginn út. En svo er ekki hlustað á okkur venjulega starfsfólk um ástandið á sjúklingunum!
Viðtalið sjálft gekk mjög vel, og fæ ég að heyra á Föstudaginn hvort mér hafi gengið jafnvel og mér fannst.
Annars er það nú að frétta að það er ekki lengt þangað til næsta barnið muni fæðast. 2-6 vikur, eða hér um bil. Á að fæðast 15 Mars. Og nei, við vitum ekki hvaða kyn barnið er. Það er nú ekki nema 45% líkur á því hvort sem það verði strákur eða stelpa.
fimmtudagur, febrúar 04, 2010
Janúar og Febrúar hafa verið frábær tónlistarlega séð, hingað til hef ég hlustað á 4 albúm, öll rosalega góð og á ég von á því að þau öll muni enda í topp 10 þegar árið er búið. Albúmin sem ég hef hlustað sem er svona ótrúlega góð eru:
Blaze Bayley - Promise & Terror:
Hef alltaf verið hrifin af honum Blaze Bayley, bæði sem söngvara, tónlistarmann og mansekju. Maðurinn hefur átt svo ótrúlega bágt með lífið sitt, en heldur áfram að gefa út plötu eftir plötu. Honum var boðið söngstöðuna með Iron Maiden, sem var skrýtið í fyrstu útaf því hvað hann var ólíkur bæði Dickinson og Di'Anno, gaf út tvær plötur með þeim X-Factor og Virtual XI. Að mínu mati þá var ekkert að þessum plötum(Nema kannski lagið Angel & The Gambler og The Unbeliever) sérstaklega X-Factor sem var virkilega dimm og drungaleg, smellpassaði með bassaröddinna hans Blaze. Svo var hann rekin 1999.
Hann stofnaði nýja hljómsveit sem hét einfaldlega BLAZE og gaf hún út Silicon Messiah, Tenth Dimension og BLood & Belief, allar fáránelga góðar þungarokksplötur. En áfengið byrjaði að segja til sín og hann byrjaði að drekka meira og meira, reyndar svo mikið að restin af hljómsveitinni hættu, svo hitti hann Debbie, konu sem hann hafði þekkt í mörg mörg ár og byrjaði með henni. Hún hjálpaði honum að hætta að drekka, ráða nýja hljómsveitarmeðlimi og gaf út Alive in Poland.
Árið 2007 giftist hann kærustu sinni, en 2008 fékk hún heilablóðfall og dó. Og árið 2008 kom platan The Man Who Would Not Die, sem var stórkostleg. Alveg ómótstæðilega æðisleg. Og þrátt fyrir að hann hefði getað hætt við að túra til að syrgja eiginkonu sína ákvað hann að halda áfram með The Tour That Would Not Die.
Og svo í fyrra 2009 dó pabbi hans. En samt heldur Blaze Bayley áfram að syngja og túra. Mig grunar að flestir mundu fá taugaáfall og yrðu settir inn á geðsjúkrahús.
Sigh - Scenes from Hell
Mikið rosalega eru Japanskar þungarokkshljómsveitir geðbilaðar! Samanber Dir En Grey og X-Japan. Svona Avant-Garde-Black-Death-Disco metal.
Orphaned Land - The Never Ending way of the OrWarrior
Geðvillingar frá Israel. Prog-Doom Metal, mikið af pólitískum textum og klassísk austræn hljóðfæri einsog á Mabool. Og ekki sakar það að Steven Wilson(Porcupine Tree) hljóðsetti plötuna. En hér má sjá mynd af þessum köllum(og einni konu, en hún telst ekki með útaf kyni).
Og svo er það svartsmálm snillingurinn Ihsahn sem var aðalsprautan í hljómsveitinni Emperor.
After:
Þessi maður er mikill mikill snillingur. Síðasta platan með Emperor hét Promotheus, og á einu lagi hafði hann sett nógu mikið efni fyrir 2 plötur. Adversary var góð, AnGl var frábær og þessi er rosaleg. Með Saxófón og alles.
Veit einfaldlega ekki hvað meira ég get sagt, nema að tónlistarárið, 2010, lýtur feiknavel út.
Blaze Bayley - Promise & Terror:
Hef alltaf verið hrifin af honum Blaze Bayley, bæði sem söngvara, tónlistarmann og mansekju. Maðurinn hefur átt svo ótrúlega bágt með lífið sitt, en heldur áfram að gefa út plötu eftir plötu. Honum var boðið söngstöðuna með Iron Maiden, sem var skrýtið í fyrstu útaf því hvað hann var ólíkur bæði Dickinson og Di'Anno, gaf út tvær plötur með þeim X-Factor og Virtual XI. Að mínu mati þá var ekkert að þessum plötum(Nema kannski lagið Angel & The Gambler og The Unbeliever) sérstaklega X-Factor sem var virkilega dimm og drungaleg, smellpassaði með bassaröddinna hans Blaze. Svo var hann rekin 1999.
Hann stofnaði nýja hljómsveit sem hét einfaldlega BLAZE og gaf hún út Silicon Messiah, Tenth Dimension og BLood & Belief, allar fáránelga góðar þungarokksplötur. En áfengið byrjaði að segja til sín og hann byrjaði að drekka meira og meira, reyndar svo mikið að restin af hljómsveitinni hættu, svo hitti hann Debbie, konu sem hann hafði þekkt í mörg mörg ár og byrjaði með henni. Hún hjálpaði honum að hætta að drekka, ráða nýja hljómsveitarmeðlimi og gaf út Alive in Poland.
Árið 2007 giftist hann kærustu sinni, en 2008 fékk hún heilablóðfall og dó. Og árið 2008 kom platan The Man Who Would Not Die, sem var stórkostleg. Alveg ómótstæðilega æðisleg. Og þrátt fyrir að hann hefði getað hætt við að túra til að syrgja eiginkonu sína ákvað hann að halda áfram með The Tour That Would Not Die.
Og svo í fyrra 2009 dó pabbi hans. En samt heldur Blaze Bayley áfram að syngja og túra. Mig grunar að flestir mundu fá taugaáfall og yrðu settir inn á geðsjúkrahús.
Sigh - Scenes from Hell
Mikið rosalega eru Japanskar þungarokkshljómsveitir geðbilaðar! Samanber Dir En Grey og X-Japan. Svona Avant-Garde-Black-Death-Disco metal.
Orphaned Land - The Never Ending way of the OrWarrior
Geðvillingar frá Israel. Prog-Doom Metal, mikið af pólitískum textum og klassísk austræn hljóðfæri einsog á Mabool. Og ekki sakar það að Steven Wilson(Porcupine Tree) hljóðsetti plötuna. En hér má sjá mynd af þessum köllum(og einni konu, en hún telst ekki með útaf kyni).
Og svo er það svartsmálm snillingurinn Ihsahn sem var aðalsprautan í hljómsveitinni Emperor.
After:
Þessi maður er mikill mikill snillingur. Síðasta platan með Emperor hét Promotheus, og á einu lagi hafði hann sett nógu mikið efni fyrir 2 plötur. Adversary var góð, AnGl var frábær og þessi er rosaleg. Með Saxófón og alles.
Veit einfaldlega ekki hvað meira ég get sagt, nema að tónlistarárið, 2010, lýtur feiknavel út.