Haiku:
Fór í viðtal.
Fæ að heyra á Föstudaginn.
Gaman.
Í stórum dráttum(HAha, dráttur!)
Já ég fór í viðtal í dag, fyrir sama fyrirtæki, bara betri vinnu með betri laun. Staðan sjálf heitir á ensku Associate Practitioner. Er sjálfur ekki voðalega viss um hvað þetta heitir á Íslensku, en þetta er svona svipað og að vinna sem Sjúkraliði. Það besta hinsvegar í sambandi við þessa vinnu er það að ég fæ meiri ákvörðunarvöld um hvernig á að sjá um sjúklinganna. Þetta er eitthvað sem hefur farið í taugarnar mínar vel lengi, að vinna í umönnun, sjá um sjúklinganna daginn inn og daginn út. En svo er ekki hlustað á okkur venjulega starfsfólk um ástandið á sjúklingunum!
Viðtalið sjálft gekk mjög vel, og fæ ég að heyra á Föstudaginn hvort mér hafi gengið jafnvel og mér fannst.
Annars er það nú að frétta að það er ekki lengt þangað til næsta barnið muni fæðast. 2-6 vikur, eða hér um bil. Á að fæðast 15 Mars. Og nei, við vitum ekki hvaða kyn barnið er. Það er nú ekki nema 45% líkur á því hvort sem það verði strákur eða stelpa.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli