fimmtudagur, ágúst 27, 2009

15.03.10.

Mikilvæg dagsetning.

mánudagur, ágúst 17, 2009


Síðasta Laugardag, dó hún frænka mín, Björg Savarsdóttir. Einungis 58 ára eftir margra ára baráttu við krabbamein. Ég á eftir að sakna hennar mikið og vil ég votta samúð mín til syni hennar, systkyni og móður.

Myndin hér fyrir ofan var tekin á síðasta ári þegar öll fjölskyldan ákvað að koma í heimsókn til að halda upp á afmæli henna Kaitlyn Bjargar.

Ég er mjög þakklátur fyrir það að ég náði að kveðja hana á meðan ég var á Íslandi og sérstaklega að hún Kaitlyn Björg náði að hitta hana aftur og kveðja í síðasta sinn.

Ef það er til guð þá vona ég að hann/hún min taka vel á móti henni. Ef ekki, Björg við munum hittast aftur og þegar það gerist þá mun ég faðma þig ennþá meira.

föstudagur, ágúst 14, 2009

Við hjúin og litla stelpan komum til Íslands og fórum frá Íslandi fyrir ekki svo löngu. Og má sjá myndir hérna og hérna. Vona ég, ef ekki skulið þið bara segja svo.

Það var nokkuð gaman, sérstaklega útaf því að Hálfdan og fjölskyldan hans voru þarna líka, og var nokkuð skondið að sjá hvernig Kaitlyn Björg á eftir að láta sem eldri systir.

Við gerðum nú ekki mikið á meðan við vorum þarna. Löbbuðum soldið, borðuðum soldið og þess háttar. Fórum og skoðuðum Kárahnjúkavirkjun, sem var heldur skrítið, Héraðið sjálft var rosalega fallegt, leiðin til Kárahnjúkavirkjun var ofboðslega ljót leit út einsog það hafði verið kjarnorkustyrjöld þarna, en náttúran í kringum Virkjuninna sjálfa var rosalega falleg.

Sundlaugin verð ég að segja er æðisleg. Var mikið mikið sjokk að koma hingað til Bretlands aftur og stíga í Sundlaugarnar hérna, sem eru upp til hópa hræðilegar. Salt Ayre sundlaugin sem ég fer oftast í er svona ágæt miðað við Enska staðla en miðað við Íslenska þá væri búið að loka honum snemma síðustu öld. Nuddpotturinn, til dæmis, er sama hitastig og Sundlaugin sjálf. Sundlaugin er 33 metra löng(Bara útaf því) og ísköld. Plús sturturnar eru Unisex, og ENGINN fer í sturtu áður en þeir stíga í lauginna og allir þurrka sig í klefunum!

Það besta við þessa ferð var þegar við öll systkynin vorum loksins í sama herbeggi í fyrsta sinn í nokkuð langan tíma. Og var mikið öl drukkið þá.

Í dag þá hef ég unnið á Ridge Lea geðsjúkrahúsinu nákvæmlega 3 ár! Hefur verið andskoti góður tími, og líkað mína að flestu leiti. Lært mikið og mikið gerst á þeim tíma. Aðalega það að ég hef farið í gegnum skilnað orðið einstæður faðir í nokkra mánuði sem var nokkuð gaman. Fannst soldið skondið þegar ég hugsaði um viðtalið, það voru 2 að sjá um viðtölin og 2 árum seinna þá hefur við öll 3 farið í gegnum skilnað. Merkilegt það sko.

Í september þá mun ég loksins byrja á Umönnunarfræði, stig 3. Eitthvað sem ég hef beðið eftir síðust 4 árin. Þetta er vinnunám og þegar ég klára það þá er ég með svipaða stöðu og Sjúkraliði á Íslandi. Og þegar ég er búin með það þá mun ég loksins LOKSINS getað byrjað á Hjúkrunarfræði!