Það er búið að vera gaman hér síðustu dagana, konan kom aftur frá Þýskalandi og erum við búin að skemmta okkur vel. Hef ekki séð konuna síðan í Águst, það er soldið takmarkað hvað hægri handleggurinn getur reynt á sig.
Fórum á djammið á föstudaginn(Gvuð hvað ég hata næturklúbba) og var soldið spes að fylgjast með öðrum gæjum að reyna við kærustuna. Spes reynsla, soldið óþægileg, en ég skildi þá alveg, hún var FLOTT.
Við fórum svo í bíó á Laugardaginn og horfðum á Quantom of Solace sem var bara nokkuð góð fyrir utan helvítis titillagið.
Það sem hefur komið best úr því síðan hún Ve kom hingað var hvað henni Kaitlyn þykir mikið vænt um hana og sagði tí og æ hvað hún elskaði Ve mikið og þótti gaman að hafa hana hér, svo mikið að hún Kaitlyn Björg þurfti ekki á mér að halda lengur!
En hún er svo að fara aftur til Þýskalands á morgun og mun ég líklega ekki sjá hana aftur fyrr en á næsta ári...
Mér líkar ekki vel við það
----
----
Mig hlakkar nú ekki mikið til um Jólin þar sem ég mun húka hérna einn heima, enginn fjölskylda, dóttirin hjá mömmu sinni um jólin, kærastan á Þýskalandi, restinn af fjölskyldunni annaðhvort á Íslandi eða í Kanada.
En Jólaóskalistinn minn er svo:
Trommuheili
Creative Zen Vision helst 60 gb.
ÞETTA hjól
Privileged Ape eftir Jack Cohen.
Flugmiðar til Íslands
og svo auðvitað Kaffi, harðfiskur, íslenskar bækur og líklega margt margt fleira
Engin ummæli:
Skrifa ummæli