sunnudagur, maí 04, 2008

Kaitlyn átti afmæli í gær. Það var mjög gaman. Við byrjuðum á deginum á því að baka skúffuköku, sem var afskaplega gómsæt. Mamma, Amma, Björg, Snæja og Fúsi komu svo í heimsókn, og mikið var gaman að sjá þau.

Við eyddum mest af deginum í garðinum útaf því að það var andskoti heitt, og spjalla yfir kaffi og köku.

Hún Kaitlyn var mjög ánægð með daginn, sérstaklega að rífa alla pakkana og skoða bækurnar og fötin sem henni voru gefin. Og hún gat ekki hætt að éta kökuna. Hún fékk einsog ég sagði fullt af bókum, svuntu, föt, náttkjól, regngalla og frakka. Svo gaf ég henni rólu til að setja í garðinn og eyddum við skyldfólkið smátíma í að lesa leiðbeiningarnar, henda leiðbeinungunum, og svo setja upp rólunna.



Ég var hálf-tómur þegar þau fóru svo aftur eftir 5 klukkutíma, vildi nú óska þess að það hefði verið lengur. En ó jæja. Nýja myndir af henni Kaitlyn Björgu eru tilbúnar núna.

Einsog er þá er ég að hlusta á Death Angel - Act III... frábær Thrash metall.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæll elsku drengurinn, mikið var gaman að hitta ykkur á laugardaginn. Knúsaðu Kaitlyn Björgu frá okkur. Kveðjur MAMMA ÞÍN