fimmtudagur, apríl 10, 2008

Keswick

Gullfallegur staður, beint í miðju Vatnahéraðsins. Við fegðinin fórum þangað í dag, aðalega útaf því að það var Markaðsdagur þar í dag. En ég keypti ekkert nema nýjann bakpoka. Þessi staður minnir mig rosalega mikið á Hornafjörð, meira og minna algjörlega einangrað. Fjöll til Suðurs, Vesturs, Norðurs og til austurs er Derwentwater. Lítið stöðuvatn er Ésu minn eini hvað það er fallegt.

Veðrið var frekar leiðinlegt, en það var gott að geta farið út úr Lancaster, jafn mikið og mér líkar vel við þann bæ. Það tók 150 mínútur að komast þangað með rútu, en það var þess virði.

Við Kaitlyn löbbuðum aðalega í kringum Keswick skoðuðum nokkrar búðir og stoppuðum við í safninu sem er þarna. Safnið er lítið, mjög lítið, en mjög áhugavert... meðal annars þá eru þau með dauðan kött í kassa! Yfir 500 ára gamalt sem fannst í rústir á einhverri kirkju þarna í Keswick. Einhver hafði hugsað um köttinn hans Schrödinger áður en hann fæddist, er ég nokkuð viss um að hann Schrödinger mundir finna húmorinn í þessi.

Og mikið af uppstoppuðum fuglum einsog þessi.

En það er svosem það. Það má skoða fleiri myndir þarna.

Engin ummæli: