Það er ekkert mikið af frétta héðan, lífið er búið að vera helvíti gott. Er byrjaður að læra á gítarinn aðeins meira. Hef verið að daðra við eina konu, þó að ég hafi nú ekki náð að gera alveg einsog minn ástkæri bróðir. Þó að manni megi dreyma, ekki um hann í nakinn í rúmi þeas. Og ég mundi nú ekki skrifa um það þegar það kemur fyrir, þó mér fannst þetta helvíti flott hjá kallinum.
Hef verið að drekkja mér í allskonar tónlist síðast liðnu daga, Bohren & Der Club of Gore, Death Angel, Armored Saint, Ephel Duath, Baby Dee, Andrew WK, Ribozyme, Einherjer, Killing Joke. Mæli með þeim öllum.
Fór á fyllerí síðasta föstudag sem var ekki góð hugmynd, þar sem ég þurfti að mæta í vinnunna daginn eftir klukkan 0700. Úpps. Mæti klukkann 0900, en ekki fyrr en ég tók eftir því að ég hafði sofið mest alla nóttinna í mínu eigin uppkasti, sem var ekki fallegt, svart og kornótt, leit út einsog kaffikvörn. Hmmmmm, kannski ég ætti að kíkja við hjá lækninum.
Kaitlyn er í góðu stuði einsog venjulega, hún er orðin algjör þungarokks gella. Hún hefur sungið í míkrafóninn
og svo keypti ég þennan fína bol handa henni.
Og svo eru komnar nýja myndir af prinsessunni.
3 ummæli:
Úúúú... bara hljómsveit!! Má ég spila á trommur ég get það alveg örugglega ef ég reyni!
Ég hef líka sungið í míkrafón, aldrei bloggar þú um það.
Ætli það sé nú ekki útaf því að hún er dóttir mín
Skrifa ummæli