Las eina áhugaverða grein á Alternet, sem heitir Should Nursing Homes Be for Profit? og mér finnst ótrúlegt að það sé til fólk sem heldur að það sé góð hugmynd að reka hjúkrunarheimili sem fyrirtæki, sem hagnar af eymd annara.
Ég segi þetta útaf því ég hef unnið á hjúkrunarheimili sem er rekið af ríkinu og hjúkrunarheimili sem var rekið af fyrirtæki. Og munurinn er mjög mjög stór. Aðalvandamálið er að þegar fyrirtækið vill fá hagnað þá hækka þeir þjónustgjöldinn og skera á þjónustunni, og ef það hljómar vel hjá ykkur Sjálfstæðismönnum, þá er eitthvað að ykkur. Það eru góðir starfsmenn í svoleiðis stöðum en þeir geta bara unnið jafnvel og þeim er borgað og það sem þeim er leift að nota. Einsog ein tilvitnun frá þessari grein segir
"The problem is, in the nursing home industry, making money means cutting care"
eða á Íslensku
"Vandamálið með hjúkrunariðnaðinum er sá að til að græða pening þá þarf að skera niður þjónustunna"
Ef fólk vill endilega fá að vita hvað ég á við þá skal ég útskýra það svona, þegar ég vann hjá HSSA þá sá ég aldrei legusár. Þegar ég vann með einka-heimilinu sá ég legusár á þriðja hvern. Oft sá ég beinið. Og það var enginn peningur til að aðstoða þau.
Hjá HSSA voru mest(ef ég man rétt) 20 sjúklingar, 5 starfsmenn að morgni til, 6 starfsmenn að kveldi til. Hjá einkaheimilinu voru 42 sjúklingar og 6 starfsmenn að morgni til og 7 starfsmenn að kveldi til.
Einkahjúkrun, nei takk fyrir. Og fólk ekki koma með rök einsog "Já en ef það er einkarekið þá vita eigendurnar hvert peningarnir eru að fara"
Já þeir vita það, í vasa þeirra!!!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli