föstudagur, janúar 25, 2008

Hef, einsog venjulega, verið að hlusta á mikið af tónlist og hef ég gert mitt betsa í að reyna að hlusta á eins mikið af öðru vísi tónlist og ég get. Nú fer ég yfirleitt á Aurul Music til að versla plötur sem er góð verslun með mikið af hljómsveitum sem spila soldið sérstaka tónlist. Í dag fékk ég tvær plöur með hljómsveit sem heitir Enid sem kemur frá Þýskalandi og spila þeir eitthvað sem þeir kalla Independent Metal, plöturnar sem ég keypti heita Gradwanderer og Seelenspiegel. Það er mikið að gerast á þeim plötum og mæli ég með þeim til allra sem hlusta á Thought Industry, Opeth, Mastodon og Miles Davis.

Önnur hljómsveit sem ég keypti plöut af heitir Ephel Duath og eru þeir frá Ítalíu og spila þeir Jazz Metal, sem er djöfla djöfla gott. Platan sem ég fékk með þeim heitir The Painter's Palette og eru öll lögin skýrð eftir litum einso Pearl Grey, Bottle Green, Crimson og þess háttar.

Síðan hef ég keypt aðrar plötur einsog Rakoth - Jabberworks, frá Rússlandi, þar er Folk Metal á ferð. Sú hljómsveit er með tvo söngvara, einn sem syngur með Black Metal tóni og einn Clean söngvara, flautuspilara og er mikið af Víólum, fiðlum og svoleiðis hljómfæri.

Og svo má ekki gleyma John Lee Hooker, líklega besti blúsmaðurinn sem hefur gengið á þessari plánetu. Fékk ég mér plötunna One Bourbon, One Scotch, One Beer. Góð drykkjuplata þar á ferð.

Og svo má ekki gleyma King Crimson, ég hef verið að eyða síðustu vikunum í að hiðurhala allar studíó plötur þeirra og sú plata sem mér finnst mest gaman af er THRAK, frábær plata þar á ferð.

Engin ummæli: