miðvikudagur, janúar 16, 2008

Jæja, þá er tölvan loksins komin í lag. Hún er búin að vera í maski síðustu tvær vikurnar, fyrst var það aflgjafinn sem gafst upp og svo gafst örgjafa-kælirinn upp. Þannig það sem ég hef verið að gera upp á ´siðkastið er að hlusta á Primordial og Porcupine Tree. Porcupine Tree gáfu út plötu á síðasta ári sem heitir Fear of The Blank Planet sem er frábær plata, Alex Lifeson úr Rush og Robert Fripp úr King Crimson eru báðir með smá aukhlutverka á þeirr plötu og af þeim plötum sem ég hef hlustað á sem voru gefnar út í fyrra þá fær Fear of The Blank Planet fyrsta sæti.

Það var nú ekki mikið sem var gert í fyrra, nema aðalega tvennt. Ég, Sono og Kaitlyn fórum til Íslands í enda Júní og byrjun Júlí, það var fáránlega gaman að koma aftur heim, og sjá pallinn sem hann pabbi hefur sagt að hann ætlaði að byggja síðan Jesús var iðnnemi. Það var gaman að sjá fólk sem maður hafði ekki séð í næstum 4 ár, og ölið flæddi vel og mikið.

Síðan það næsta stóra sem kom fyrir var að ég sótti um skilnað, ástæðurnar sem ég mun kannski tala um hér á blogginu þegar ég nenni. Og ég gerðist einstæður faðir. Sem konurnar elska! Frábært, á eftir að nota þetta mér vel. Einhverni veginn þá virðist fólk trúa að einstæðir feður eru sexý(Auðvitað, ég er sönnunargagnið á því) og einsstæðar mæður skal forðast(Já kannski ekki alltaf, hef séð nokkuð margar flottar). Ja ég verð nú að segja að fyrir mitt leiti þá er mað miklu auðveldara, við Sono náðum að samþykkja forræði og svoleiðis.

Jæja, það er nú ekkert meira að segja einsog er, ég bið að heilsa.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Primordial To the Nameless Dead máske?

Frábær fokking plata.

IngvarArni sagði...

Jú einmitt sú plata