Facebook(Já ég er einmanna) er andskoti skemmtileg síða, er þar næstum því á hverjum einasta degi. Og er þar hópur sem mér finnst soldið skemmtilegur sem heitir ÍfA(Ísland fyrir alla) sem var stofnaður sem mótvægi við ÍfÍ(Við erum hálfvitar eða Ísland fyrir Íslendinga). Ég skal nú bara vitna í einn uppáhalds heimspekinginn minn hann Bill Hicks
"I fucking hate patriotism, I can't stand it. It is a round world last time I looked."
Jú það er ekkert að að elska landið sitt, fólkið sem lifir þar og menningunna sem hefur verið sköpuð af fólki sem lifði á undan okkur sem vissu ekki að það voru fleiri lönd en Noregur, Danmörk og Svíþjóð. En þegar fólk byrjar að hóta öðrum þjóðflokkum, lífsláti og þess háttar, sem fluttu frá sínu landi útaf því að lífskjörin eru verri þar en hér(þetta á við Bretland og Ísland) þá er eitthvað að því fólki. Ein uppáhald reynslusagan sem ég hef heyrt var um Pólverja sem var að vinna í Morecambe að laga skip og svoleiðis, hann var spurður hversu dýrt væri að lifa á Póllandi og hann sagði að það væri svipað og hér á Bretlandi, en hvað um launin, já þá kom smá vandamál, eiginkonan hans sem býr ennþá á Póllandi hún vinnur í banka og er í andskoti góðri vinnu sem mundi líklega borga u.þ.b. 1800-2300 pund á mánuði hérna en á Póllandi fær hún 300 pund á mánuði.
Og ætlar fólk að segja mér að þau mundi ekki flytja burt frá Íslandi/Bretlandi til einhvers annars land ef þau vissu að þau mundu þrefalda launin sín og lifa betra lífi?
Og svo er gaman að heyra frá þjóðernissinum að kvarta yfir þessum Pólsku/Filippeysku/Afrísku/Asísku/Norður-Pól gettóum og svo í sama andadrætti hrósa Íslendingum sem flytja burt frá Íslandi og kaupa hús á sömu götu og aðrir Íslendingar búa.... heyrðu hafa þeir ekki bara skapað Íslenskt gettó?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli