Við Sono fórum til Lancaster í gær til að hlusta á hljómsveitinna The Sailplanes. Við fórum til pöbb sem kallast The Yorkshire house. Með the Sailplanes var trúbador sem heitir Martin Chitty sem var góður en mjög þunglyndur og svo spiluðu The Sailplanes sem eru frekar líkir Sonic Youth... eftir þeim var söngkona sem kallar sig Baby Dee næst á sviðið með Hörpu og Harmoníku... og var hún mjög mjög mjög góð... kvenmanns-versionið af Tom Waits. Og spilaði hún þó nokkur sorgleg lög en spilaði líka svona grín lög einsog "I'm not the only piss-pot in this house...". Má nú sjá myndir frá þessu giggi hérna.
Við Sono þurftum nú að gista í Lancaster og skildum við hana Kaitlyn Björgu heima með einni vinkonu okkar(Þar sem hvorki afinn eða amman vilja gista hérna yfir eina nótt!) og syni hennar... og þótti henni víst alvega rosalega gaman með þeim.
Já... við Sono gistum í sama húsi og Baby Dee... og fengum við okkur fyrst eitthvað að drekka og rúlluðum einni jónu... og var helvíti gaman að spjalla við þá konu.
Og svo daginn eftir(Þaes í dag) sögðum við bless við Baby Dee þar sem hún var þurfti að fara til Cardiff og tókum við lestinna heim... Kaitlyn virtist nú ekki vera neitt voðalega ánægð að sjá okkur þar sem hún fékk nú að gera líklega allt sem hún gat ekki gert með okkur! En það má nú sjá nýjar myndir af henni hérna.
Martin Chitty:
The Sailplanes og Sono:
Baby Dee: