laugardagur, febrúar 11, 2006

2 AM

I get in from work at 2 am
And sit down with a beer
Turn on late night tv
And then wonder why I'm here
It's meaningless and trivial
And it washes over me
And once again I wonder
Is this all there for me

Here I am again
Look at me again
Here I am again
On my own
Trying hard to see
What there is for me
Here I am again
On my own

Life seems so pathetic
I wish I could leave it all behind
The canvas chair this bed
These walls that fall in on my mind
Hold on for something better
That just drags you through the dirt
Do you just let go or carry on
And try to take the hurt

Here I am again
Look at me again
Here I am again
On my own
Trying hard to see
What there is for me
Here I am again
On my own
-----------------------------------
Nei, ég samdi þetta ekki þetta er eftir hann Blaze Bayley af plötunni The X-Factor með Iron Maiden. Þið eruð kannski að hugsa af hverju ég setti þennan texta hérna á bloggið mitt.

Ástæðan er einföld, síðustu 2 mánuði hefur mér liðið akkúrat einsog Blaze líður í þessu lagi.

Það sem er að draga mig niður er vinnann... það er margt að gerast þar sem á alls ekki að gerast á elliheimili og er ég búin að hafa samband við stofnun sem kallast The National Care Standards Commission og hef ég sagt þeim frá hvað hefur verið að gerast og á ég eftir að vera líklega mjög hataður fyrir það, sem er svo sem ekkert nýtt fyrir mig, en einhver þurfti að vera "whistleblower".

Og er ég byrjaður að reykja aftur sem er alls ekki nógu gott....


... gvuð hvað mig langar á 5 daga fyllerí hver vill koma með mér?

föstudagur, febrúar 03, 2006

Hmmm... búið að er ljúka við dúkaskiptum í sundlauginni og svona lýtur hann pabbi út! " A face like a slapped arse" er það sem hinn almenni Englendingur mundi segja...

miðvikudagur, febrúar 01, 2006

Blessað verði fólkið... síðasta vika var helvíti skemmtileg, þá er ég nú að tala um þegar Ingibjörg, Alexandra, Þórður, Ægir, Kaktuz, Júlíana og Ben komu á miðvikudag. Og má sjá myndirnar hérna. Það var virkilega gaman að hitta Þórð aftur þar sem ég hafði nú ekki séð hann síðan við fluttum til Englalands...

Fyrir allt liðið eldaði ég Hnetuböku og Aloo Saag(Kartöflur með spínat) og fylgdi með þessu salad(Kínakál, radísur og gulrætur) skolað niður með Rauðvíni(Ég og Doddi) og litlum kóla dósum(allir hinir). Þær systur voru eitthvað óánægðar með hvað ég notaði mikið af laukum í matagerðinna en hvað um það... ég var ánægður með matinn "which renders all other criticism useless".

Hefði viljað óskað þess að þetta hefði verið lengra en ó jæja. Fór á pöbbinn með Þórði og Ingibjörgu og er alltaf jafn hressandi að fara á pöbbinn og drekka mikinn bjór.

Næsta dag fórum við upp hæðinna sem kallast Hoad og á toppinum þar er viti( ekki spyrja mig af hverju) sem kallast Sir John Barrow Bart Monument. Og þegar þar var komið þá fengum við Þórður okkur Bjór og reyk.

Image hosting by Photobucket

Mér þótti það mjög leitt að sjá þau fara en það var helvíti mikið að hafa 7 gesti þarna. En ég er nokkuð vissum að ég eigi eftir að hitta þau öll aftur einhvern tímann.