miðvikudagur, febrúar 01, 2006

Blessað verði fólkið... síðasta vika var helvíti skemmtileg, þá er ég nú að tala um þegar Ingibjörg, Alexandra, Þórður, Ægir, Kaktuz, Júlíana og Ben komu á miðvikudag. Og má sjá myndirnar hérna. Það var virkilega gaman að hitta Þórð aftur þar sem ég hafði nú ekki séð hann síðan við fluttum til Englalands...

Fyrir allt liðið eldaði ég Hnetuböku og Aloo Saag(Kartöflur með spínat) og fylgdi með þessu salad(Kínakál, radísur og gulrætur) skolað niður með Rauðvíni(Ég og Doddi) og litlum kóla dósum(allir hinir). Þær systur voru eitthvað óánægðar með hvað ég notaði mikið af laukum í matagerðinna en hvað um það... ég var ánægður með matinn "which renders all other criticism useless".

Hefði viljað óskað þess að þetta hefði verið lengra en ó jæja. Fór á pöbbinn með Þórði og Ingibjörgu og er alltaf jafn hressandi að fara á pöbbinn og drekka mikinn bjór.

Næsta dag fórum við upp hæðinna sem kallast Hoad og á toppinum þar er viti( ekki spyrja mig af hverju) sem kallast Sir John Barrow Bart Monument. Og þegar þar var komið þá fengum við Þórður okkur Bjór og reyk.

Image hosting by Photobucket

Mér þótti það mjög leitt að sjá þau fara en það var helvíti mikið að hafa 7 gesti þarna. En ég er nokkuð vissum að ég eigi eftir að hitta þau öll aftur einhvern tímann.

1 ummæli:

Doddi sagði...

Það er hugsanlegt að ég komi aftur í sumar og mun doka við aðeins lengur, er bara ekki viss akkúrat hvenær... en stefnan er sett á smá evróputúr, þ.e. bílaleigubíll og eitthvað, kannski, vonandi, e.t.v.