Kosningabaráttan hér á Bretlandi er orðin andskoti hörð, sérstaklega á milli Verkamannaflokksins og Íhaldsflokksins og virðist nú að Frjálslyndir Demókratar ætla bara að fylgjast með og bíða þangað til fólk sjái hversu lítill munur er á þessum flokkum, svona einsog Demókratar og Repúblikanar í BNA, Tweddledee and Tweddledum. Það versta við þessa kosninga er það að valið er á milli Satan(Tony B. liar) eða Lúsifer(Micheal Howard).
En það sem mér finnst merkilegt við þessa kosninga er það að það er bara talað um V-Flokkinn, Í-Flokkinn og FD-Flokkinn, en það er ekki minnst á Græna Flokkinn, SNP(Scottish National Party), Plaid Cymru(Velski þjóðarflokkurinn), BNP(British National Party, Neo-Nasistar á Bretlandi Unite. Þeir héldu veislu ekki fyrir svo löngu og ákváðu að ráða DJ til að sjá um tónlistinna, þegar hann kom loksins þá sáu þeir að hann var svertingji og sögðu honum nú bara fara aftur heim til sín, sá sem hélt veislunna sagði "Hann hljómaði hvítur á símanum"), Respect, Veritas, UKIP(United Kingdom Independence Party - Sem er hálfvitar, síðast þegar ég vissi þá var Bretland sjálfstætt, nema þeir viti eitthvað sem enginn annar veit) og svo eru ennþá fleiri sjálfstæðir frambjóðendur.
Það sem mér finnst vera ótrúlegt er hvað Breski almenningurinn er skítsama um þessa kosninga, þeir segja ég vil ekki sjá þennan flokk í stjórn en þegar maður spyr "Ætlarðu að kjósa?" Þá er svarið alltaf nei, "Og af hverju ekki?" "Útaf því að eitt atkvæði hefur enginn áhrif." Sem þýðir nú bara að fólkið hér hefur ekki heyrt um margt smátt gerir eitt stórt. Eina ástæðan fyrir því að V-Flokkurinn er við völd er útaf því að árið 1997, 70% Bretar ákváðu að kjósa og meirihluti þeirra vildu ekki sjá ljóta smjettið hans John Majors(Sem er líklega versti forsetisráðherra Bretlands fyrr og síðar) og vildu frekar Colgate módelið Tony B. Liar.
Ég er nú að vona að FD vinni fleiri sæti, en það er nú ekki mikill möguleiki á því að þeir muni vinna þessa kosninga, en í ár eru akkúrat 100 ár síðan síðasti LD forsetisráðherrann var við völd.
Eitt sem kemur mér á óvart er það að LD og Græni flokkurinn eru við stjórn í andskoti mörgum Bæjar(Borgar)ráðum en þeir virðast ekki getað fengið einhver völd á á Landsvísu sem er soldið sorglegt svo virðist sem að fólk sem kýs LD og Græna flokkin kjósi annað hvort V eða Í á landsvísu. Og ég hef verið að lesa um það sem nokkrir Múslímar hafa sagt um hvern þeirr ætla að kjósa, og þó nokkrir ætla að kjósa Íhaldið útaf því þeir(Múslimar þeas) voru á móti stríðinu, en þeir gelyma einu smáatriði, Íhaldsflokkurinn studdi stríðið, fleiri úr Íhaldsflokkinum kusu að fara í stríð en þeir sem voru í Verkamannaflokkinum. Það er alveg ótrúlegt hvað fólk er með lélegt minni.
Nokkrir hafa spurt mig hvern ég mundi kjósa... ég bara veit það ekki fyrir mig þá eru 3 valmöguleikar, FD, Græni flokkurinn eða einfaldlega autt atkvæði.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli