Ekki fyrir svo löngu keypti ég frábæra bók frá Dorling Kindersly sem heitir Healing Foods sem fjallar um hvaða matur er hollastur og af hverju og hvaða mat er best að borða við hvern kvilla og fann ég þar frábærra uppskrift sem kallast Rækjur í Grænu tei.
500 gr Rækjur
1 mts af Grænu tei
225 ml af sjóðandi vatni
1 mts af Sake eða Þurru Sérrí
1 1/2 mts af matarolíu
1. Setjið telaufin í hitaþolna könnu og hellið sjóðandi vatni yfir og leyfið standa í 15 mínútur
2. Hitið olíunna þangað til hún or orðin mjög heit, setjið svo rækjurnar og sake-ið(sérrí) og hrærið í cirka mínútu.
3. Hellið te-ið út og u.þ.b. helminginn af telaufunum og eldið í eina mínútu í viðbót.
4. Setjið rækjurnar í djupann disk, berið fram með Jasmine Hrísgrjón og hellið vökvanum yfir réttinn.
Þessi matur er stútfullur af B12 og E vítamínum og Phosphorus, og er einstaklega góður fyir hjartað og ónæmiskerfið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli