laugardagur, janúar 29, 2005

Namu-Myoho-Renge-Kyo
Namu-Myoho-Renge-Kyo

Ekkert svosem að frétta en mig langar nú vara til að skrifa um hvað hefur komið fyrir hana Kaitlyn. Hún Kaitlyn Björg hefur nú þjáðst af Eczema sem hefur gert lífið okkar leitt og fékk hún það fyrst þegar hún var 1 mánaða gömul og með því fékk hún húðlýs(Scabies) og og fékk hún sýkingu með því sem gerði nú bara aðstæðurnar verri. Fengum við fúkalyf sem gerðu sitt gagn og svo notuðum við sérstakt krem til að drepa lýsnar sem virkaði líka en hún var samt með mjög þurra húð sem fór víst í taugarnar hennar og ákváðum við að nota ólifolíu á hana sem virkaði mjög vel og eftir u.þ.b. mánuð þá varð bakið hennar frábært.

En þegar hún varð 6 mánaða þá fékk hún vatnsblöðrur á hægri fætinum og var hún alltaf að nudda fæturnar saman og var að vakna með 2 tíma fresti sem fór nú soldið í skapið. En við héldum í vonina að þetta mundi nú bara hverfa... en nei eftir u.þ.b. 2 mánuði þá ákváðum við að baða hana með sérstakri baðolíu sem kallast Oilatum sem virkaði ekki nógi vel og fékk hún eczema um axlirnar og enni, og einn vinur okkar sagði að hann dóttir hans þjáðist líka af Eczema og hann hafi notað haframjöl í baðið sem virkaði mjög vel að hans sögn. Þannig við byrjuðum að nota haframjöl í böðin hennar Kaitlyn og ólifolíu á þá staði sem hún var verst til og útaf þessu svaf hún betur um næturnar sem var mjög gott, en húðin leit nú ekkert betur út þannig við tókum hana til Dr Graham sem gaf okkur sterakrem sem við vorum ekki mjög ánægð með en hann bætti við að við ættum bara að nota það þegar það versnaði.

Efitr þap fór hún Sono til Appleseeds sem er heilsumatarbúð hér í Ulverston og talaði við konurnar sem vinna þar og ein mældi með Chickweed krem og önnur mældi með að fara til homopata sem heitir Beth Moon.

Þannig hún Sono ákvað að kaupa þetta krem og taka Kaitlyn til hómópatans (smáskammtarlækni) sem gaf henni þrjár töflur af Psorinum 1M og þrjár töflur af Sulphur 1M... ... og sjá það virkaði!

Kaitlyn sefur nú yfirleitt 7 klukkutíma og oft meira. Sem gleður mitt hjarta. Því miður Vésteinn Smáskammtalækning virkar hvort sem þú trúir því eða ekki.

P.S.
Til hamingju Ísland ég öfunda alla sem fara á tónleikanna með Iron Maiden

Engin ummæli: