þriðjudagur, október 28, 2003

Halló Fólk.

jæja. Hvað er að frétta á klakanum? Mig langar að vita þeira sem geta sagt mér eitthvað þá er tölvupósturinn minn 6957629@talnet.is, ég endurtek 6957629@talnet.is. Tímanum var breytt hér á hinu Sameinaða Konungsdæmi síðasta sunnudag, sem þýddi það að ég þurfti að vinna 13 klukkutíma. Ég skil ekki af hverju þeir era þetta. Ó já, þetta mun bjarga alveg fullt af börnum. Daylights savings(Man ekki íslenskunna). Útaf því að fólk hér á hinu Sameinaða Konugnsdæmi hafa ekki fattað Endurskinsmerki!!! Svona lítill hlutur sem getur bjargað fleiri lífum en nokkuð annað. Breta hér vita bara ekki hvað það er.

Sjálfstæðismenn. Þið segið að ef Íslendingar einkavæða allt þá mun þjónustan vera betri. Ef við einkavæðum Hjúrkunarheimili þá verður þjónustan miklu betri. Það eina sem ég get sagt við þessu er, Skjótið ykkur. Þetta er tómt kjaftæði og rugl. Ég er að vinna í einkahjúkrunarheimili. Og þjónustan sem þetta fólk fær er algjör hörmung. Sorry, Það eina sem skitpitr eigendunum máli er aðgræði pening EKKI hvort sjúklingunum líður vel hvað þá starfsfólkinu.

laugardagur, október 11, 2003

Gærdagurinn endaði soldið skringilega. Ég var á leiðinni út til að skila DVD, þegar ég opnaði útihurðinna þá sá ég eitthvað hoppa. FROSKUR. Það er froskur í íbúðinni minni!?!?!? Hvað í andskotanum er froskur að gera hérna? Sagan endar frekar illa. Ég hringdi í Animal Rescue(Dýra-hjálp) en þeir bjarga bara hundum og ketti. Soldið mikið rangnefni. En þeir sögðu mér að ég ætti bara setja froskinn út og hann finnur leiðinna heima aftur!!!!!!! Ha!!!!! "Viltu bara passa að setja froksinn þar sem engir bílar eru". Kelling, froskar eru dýr með kalt blóð og þessi froskur mun deyja í þessum kulda sem er núna. En ég gerðui nú samt það sem hún sagði mér og ég hef haft slæma samvisku síðan.

laugardagur, október 04, 2003

Fólk sem ætlar að kvarta undan sköttunum á Klakanum ættu að halda kjafti. Skatarnir hér í hinu Sameinaða Kongungsdæmi eru mun feitari og fleirri. Það er tekið skatt af launum sem er ósköp venjulegt(25%), en það er ekki nóg. Þega launin eru komin í Bankan þá er tekið skatt fyrir að hafa reikning. Og það er eignarskattur á öllu. Ef ég man rétt þá þarf maður ekki að borgar eignarskatt á Íslandi nema maður á eignir sem er verðmetin á 10,000,000 krónur. Hér þarf að borga eignarskatt á leigu, JÁ Á LEIGU. Ég og Sono erum að borga 102 pund(Um það bil 10200 krónur) í eignarskatt á mánuð. Og hver haus sem er í sama húsi og er yfir 18 þarf að borga eignarskatt. Það er virðisaukaskattur, skattur á alla reikninga, tryggingar, lífeyrissjóð, arf, og í London og þar sem maður þarf að BORGA til að fara á klósettið er tekin skattur.

Þannig kæru Klakabúar. Haldiði kjafti um skattinn og verið ekki að veina um eignarskatt eða of háan skatt. Þið búið við betri skilirði en ég og hinir 50,000,000 bretarnir sem búa hér.

fimmtudagur, október 02, 2003

Halló fólk.
Það er svo sem ekkert nýtt að frétta frá mér. Nema það að ég er loksins búinn að bæta íbúðinna, lagði niður teppi, málaði nokkur gólf. Ó já það er eitt nýtt að frétta en ég er nokkuð viss að allir á Höfn vita það núna ég lofaði Sono að ég mundi ekki skrifa um það hér í bloggið(Sorry). En annað. Ég mun byrja að læra þann 15(óktober) Og er keypi nýjasta Iron Maiden diskinn(Sem er frábær, bar eina kvörtunin um þá plötu er það að koverið er hræðilegt)

Vell dat is it for ná.

Ingvar