laugardagur, október 04, 2003

Fólk sem ætlar að kvarta undan sköttunum á Klakanum ættu að halda kjafti. Skatarnir hér í hinu Sameinaða Kongungsdæmi eru mun feitari og fleirri. Það er tekið skatt af launum sem er ósköp venjulegt(25%), en það er ekki nóg. Þega launin eru komin í Bankan þá er tekið skatt fyrir að hafa reikning. Og það er eignarskattur á öllu. Ef ég man rétt þá þarf maður ekki að borgar eignarskatt á Íslandi nema maður á eignir sem er verðmetin á 10,000,000 krónur. Hér þarf að borga eignarskatt á leigu, JÁ Á LEIGU. Ég og Sono erum að borga 102 pund(Um það bil 10200 krónur) í eignarskatt á mánuð. Og hver haus sem er í sama húsi og er yfir 18 þarf að borga eignarskatt. Það er virðisaukaskattur, skattur á alla reikninga, tryggingar, lífeyrissjóð, arf, og í London og þar sem maður þarf að BORGA til að fara á klósettið er tekin skattur.

Þannig kæru Klakabúar. Haldiði kjafti um skattinn og verið ekki að veina um eignarskatt eða of háan skatt. Þið búið við betri skilirði en ég og hinir 50,000,000 bretarnir sem búa hér.

Engin ummæli: