þriðjudagur, apríl 22, 2003

Ég var að spjalla við samstarfskonur mínar um einelti, og mér til mikillar hryllingar heyrði ég að Goðsögnin um það að Gerendur sé með minnimáttarkennd er en við lýði.

Að fólk skuli trúa þessu er alveg ótrúlegt! Þetta er LYGI, gott fólk. Það er kannski, ég endurtek, kannski í mesta lagi 20-30% gerenda með minnimáttarkennd. 20-30% gerendra eru úr "óvirkri" fjölskyldu. Staðreyndin er sú að gerendur eru úr bara venjulegum fjölskyldum. Fengu sama uppeldi og flestir jafnaldrar sínir.

Þetta er staðreynd fólk og foreldrar verða að byrja á því að hugsa þetta vandamál upp á nýtt. Einsog Stefán Karl sagði/segir þá er vandamálið fyrst og fremst í heimahúsum. Þegar foreldrar heyra að barnið sitt sé að leggja einhvern í einelti þá verður sá einstaklingur að taka á því. Og trúa því en ekki segja "Nei, það getur ekki verið. Barnið mitt getur ekki verið svo vont." En kennara eru líka fyrirmyndir. Þetta er líka staðreynd. Ég vil benda á frábæra grein í Mogganum frá síðasta Sunnudegi. Þar er sálfræðingur að tala um að kennarar verða að taka leiðtogahlutverkið að sér í hverjum bekk. Einfaldlega útaf því að þá verður valdabarátta á meðal nemenda. Þetta er eitthvað sem við verðum að líta á. Og ég vil sjá fólk tala meira um þetta en það gerir.
-----------------------------------------------------------------------
Það hefur verið gaman að lesa viðbrögð fólks á bréfinu sem ég skrifaði til Guðmund Inga og fleiri. Það hefur verið alveg rosalega gaman að sjá að þeir sem hafa gagnrýnt þetta eitthvað að eitthverju leyti hafa verið fólk sem fóru aldrei í skóla hér. Hmmmm. Er þetta tilviljun eða hvað. Einsog Greifinn. Ef þú ert að lesa þetta þá get ég alveg lofað þér því að þetta var enginn úthúðun. Ef svo hefði verið þá hefði ég nefn fleiri manns og sagt ennþá meira og verið ennþá grimmari. En þetta með þessa sem ég nefni einkum "Einn ákveðin skólastjóri gagnfræðiskóla í Austur-Skaftafellsýslu" ætlarðu að segja mér að það er allt í lagi að það er skólastjóri í einum skóla sem ber enga virðingu fyrir nemendum?

Engin ummæli: