laugardagur, apríl 19, 2003

Það eru nokkrir hlutir sem ég þoli ekki
Nr. 1 er. Verksmiðjuframleiddar hljómsveitir/tónlist einsog Backstreet Boys, N’Sync, Britney Spears o.s.frv.
Nr. 2 Heimskt fólk. Þessir sem halda að ofbeldi leysi allt(Nú eru þessir sömu að hugsa hann Ingvar Árni er bara aumingji að því að hann kann ekki að slást). Ef maður reynir að tala við þá vitrænt þá segja þeir “Á é’ a’ begja þi’?”.
Nr. 3 Skítkastara. Einsog póltíkusar-skítkastarar. “Sjálfstæðisflokkurinn er bestur, Samfylkingin er léleg útaf því að þeir.... þeir.... þeir....” Á alla bóga. Ég er mest að hugsa um að hætta við að kjósa.
Nr. 4 Froðhausar. Einsog þessir gaurar sem lömdu 4 Vestmanneyjinga útaf ENGU!!! Einn strákur byrjaði að rífa kjaft við einn af Vestmanneyjingunum og byrjaði að slást við hann. Hinir 3 hjálpuðu auðvitað vini sína. Síðan komu 25 froðhausar til að berja 4 stráka sem gerðu ekki neitt af sér nema að vera við land á Höfn!!!

Og svo margt fleira sem á eftir að koma í ljós hér í Blogginu mínu.

Engin ummæli: