Ég var að horfa á stórmerklega mynd um daginn sem heitir The Big One eftir Michael Moore þar sem hann fjallaði um niðurskurð í BNA. Þar sem fyrirtæki sögðu upp 1000 manna og fluttu verksmiðjur sínar eitthvart annað, einsog Mexíkó og Indónesíu. Bara til að græða meiri pening. Einsog það sem kom fyrir í einum bæ(Sem ég er búinn að gleyma hvað heitir) þá var verkismiðja flutt þaðan(Þessi verksmiðja bjó til nammi einsog Pay Day) og um það bil 5000 manns sagt upp. Ástæðan var sú að fyrirtækið var í svo miklum gróða að þeir vildu flytja verksmiðjunna! Forstjórinn sagði ef þau hefðu grætt meiri pening fyrr þá hefðu þau flutt smiðjunna fyrr og hefði hún ekki grætt minna þá hefðu þeir ekki flutt hana. Alveg dagsatt. Ég er ekki að ljúga þessu.
En hugmyndin sem Michael Moore kastaði fram var þessi:
Hvernig væri ef það væru lög sem kveddu á að fyrirtæki mættu ekki segja upp starfsfólki þegar það er að græða pening?
Fyrir þá sem vilja útskýringu þá á ég ekki við einstaka starfsmenn heldur Fjöldauppsagnir. Auðvitað á að reka fólk sem eru latir en ég á við þewgar fyrirtæki eru í stærsta gróða sögu þess og reka síðan 50% starfsmenn bara til að græða meiri pening.
Skrifið í gestabókinna mína og segið mér endilega álit ykkar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli