mánudagur, mars 17, 2003

Blessað verði fólkið. Nú er ég loksins komin með tölvu. Ég fékk sendingu frá bróður mínum sem saman stóð af Móðurborði, kassa og skjákorti. Þannig ég setti þetta saman. Ég átti skrifara fyrir þannig þetta var fínt mál. Síðan reyndi ég að koma Módeminu í gang. Þá fékk ég höfuðverk. Jesús Kristur. Það tók held ég 2-3 daga að reyna koma því í gagnið. Fyrst fékk ég módem frá vini mínum honum Baldri Bjarnasyni. Ég hélt að eitthvað væri að því þannig ég hringdi í Baldur og bað hann um að koma yfir. Hann reyndi allt og sagði síðan að módemið væri líklega ónýtt. Næsta dag fór í MARtölvuna og keypti módem. Fór heim sæll og glaður. Setti hana í tölvuna. Og hún virkaði ekki. AAAAARRRGGGHHH Ég fór með tölvuna í MARtölvuna og hann Stéfan tékkaði. Og það var allt í lagi með módemið hún tengdi sig við netið hjá honum og allt í fína. Ég fór með tölvuna aftur heim. Og reyndi að tengja hana við netið. Neipp ekkert. Þannig ég hringdi í Bilanir hjá Símanum og þeir skönnuðu línuna og það var einhver tæknibilun hjá mér. Ókei kannski það er vandamálið. Næsta dag voru gerðar fleiri skannanir og það var einn síminn sem var bilaður. Og tók hana af tenginum og samt vildi helvítis(Fyrirgefðu Ragnheiður) tölvan ekki tengja sig. Og seinna um kvöldi fattaði ég hvað var að. Síminn minn var tengdur þannig að ef ekki var svarað eftir 30 sekúndur þá var hringingin millifærð í TALhólfið mitt. Og sónninn var eitthvað öðruvísi. ÞAnnig ég tók þá millifærslu burt og Voila. Tölvan kommst á netið. Módemið þekkti ekki sóninn. AAAAAHHHHH.

Engin ummæli: