sunnudagur, desember 01, 2002

Ég fór á Jarðaför í gær. Það var hún frænka mín Guðrún Sigurðardóttir frá Fagurhólsmýri. Það sem ég get sagt er að ég mun sakna hennar. Þetta var ein yndislegasta kona sem hefur verið á þessari jörðu. Og þetta var stór reynsla. Ekki góð, vond eða þvíum líkt bara stór. Rigningin var alver ferleg. Það ringdi meira þar en hér á Höfn. Og Hofskirkja leynar alveg rosalega á sér. Að utan gæti maður haldið að hún tæki 20 manns hámark. Seinna meir frétti ég að hún gæti tekið 80 manns. Jahá. En þetta er mjög skemmtileg kirkja. allvega mun skemmtilegri til útlits en Hafnarkirkja. Seramónían var svona u.þ.b. 50 mínútur, og það sem kom mér mest á óvart... ég sofnaði ekki neitt. Efitr það fórum við í Hofsgarð í erfisdrykkjunna. Það eina sem var gott við það var maturinn! Ég þekkti kannski svona á bilinu 10-15 manns þarna. Síðan fórum við heim. Og ég og systur mínar sváfu mesta alla leiðinna...

Engin ummæli: