föstudagur, nóvember 22, 2002

Allt gott kemur í þrennum. Ef svo má segja. Þrenna hinnar dánnu fullkomnaðist í gær hér á Höfn. Ég vinn á Hjúkrunardeild Hornafjarðar, þar sem ekkert nema lang veikt fólk býr. Hún Finnbjörg, sem var líklega elsti heimsins mongólíti, dó fyrir sirka viku, Gunna frænka frá Fagurhólsmýri dó í fyrra dag eftir langa baráttu við krabbamein og síðast en ekki síst Þóra Guðmundsdóttir frá Svínafelli dó í gær. Semsagt þrenna. Það gerist nánast alltaf þannig að tveir deyja á Hjúkrunardeildinni og einn einhverstaðar annars staðar. Annaðhvort einhver á Höfn, eða frá Höfn.

Semsagt fullkomnun hinna þriggja...

Engin ummæli: