Blogg númer 450 síðan 2003. Sá á Mbl.is að það sé annað óveður í aðsigi hér á landi. Áður en fólk spyr mig, það er allt í fína lagi þar sem ég bý, soldið geðklofið veður, einsog í gær, byrjaði með rigningu og vindi, síðan kom sólin út, síðan rigningm, eftir það haglél og dagurinn endaði með léttskýjuðu veðri.
Það er í sjálfu sér enginn munur á að búa hér í Norð-vestur Englandi og að búa þarna á Íslandi.
Á von á gesti á morgun, kvenkyns, sem mig hlakkar soldið til, ætla að elda Basa fisk í tempura, sætkartöflumús og einhver skonar grænmeti. Og svo nota pikk-öpp línunna hans Dogberts "Criticism completes me" eða fyrir þá sem kunna ekki ensku "Að vera gagnrýndur fullkomnar mig".
1 ummæli:
Mér finnst þessi pikköp lína góð.
Skrifa ummæli