þriðjudagur, febrúar 19, 2008

Mér leiðist, mér leiðist, mér leiðist, mér leiðist.

Ja mér hundleiðist. Ég hef verið í fríi síðan síðasta laugardag og Kaitlyn hefur verið með mömmu sinni útaf því að það er frí í skólanum þessa vikuna. Mér hefur leiðst svop mikið að ég byrjaði að taka til í húsinu, skúra, sópa, ryksuga og henda rusl í, öööhhh, ruslið, strauja fötin(nei ekki sokkanna) og svo framvegis.

Jeddúddamía, hvað mér LEIÐIST!!!!!

Hef reyndar farið út soldið meira en venjulega til að dreypa á bjór, hef verið að prófa öll þessi ótrulegu bjór sem er á boði hérna í Bretlandi, sum furðuleg, önnur ógeðsleg en þó nokkur andskoti góð.

"Á ég að velgja bjórinn þinn?"

En nú mun leiðindi hverfa útaf því að hún Kaitlyn Björg er að koma heim! Vúhú.

Annað í fréttum, ég keypti albúm með tónlistarkonu sem kallar sig Baby Dee og heitir diskurinn Safe Inside The Day. Fyrir þá sem hafa gaman af djassi, blús, baroque tonlist og Tom Waits ættu að kaupa þann disk.

Engin ummæli: