Góða kvöldið, góða fólk.
Það er margt sem er búið að gerast hérna, sumt gott, sumt ekki svo gott. Einsog þið flest vitið þá erum við Sono að skilja. Sem betur fer þá hefur það prósess farið nokkuð vel og við Sono höfum getað talað um hvað við getum gert í sambandi við Kaitlyn Björgu. Hún Sono er nokkuð ánægð með að ég hafi Kaitlyn um vikunna og hún hefur hana um helgar. Það hefur gengið ágætlega að fá barnfóstrur þegar ég er að vinna. Og ég verð nú bara að segja að ég elska að vera einstæðu faðir... ég meina vá... Kaitlyn hefur líklega aldrei verið ánægðari.
Mér var boðið að syngja fyrir hljómsveit hérna í Lancaster, sem ætti að verða gaman. Tónlistin á víst að vera eitthvað svipað og Pantera, Killswitch Engage, Black Sabbath og Disturbed. Sem hljómar nú bara vel, finnst mér allavega.
Og það var ein skemmtileg tölfræði sem ég heyrði, árið 2006, fluttu 5.5 milljón Bretar burt frá Bretlandi og í staðinn komu 500,000 innflytjendur til Bretlands, og svo kvarta allir yfir öllum þessum helvítis innflytjendum sem eru að stela vinnum frá "heiðarlegum" Bretum!
1 ummæli:
Já, Bretar eru merkilegt fólk. Svo er varla þverfótað á breskum sjónvarpsstöðvum fyrir þáttum þar sem fylgst er með breskum almúgi flytjast til Frakklands eða Spánar til að hafa það betra í sólinni. Það virðist vera helsti draumur allra á Bretlandi að sleppa burt þaðan.
Sem er svo sem svipað og á Íslandi, það er yfirleitt sama fólkið sem bölvar útlendingunum en dreymir sjálft um að flytja til Danmerkur, lifa á bótum og drekka bjór.
Skrifa ummæli