föstudagur, september 07, 2007

Vá... þrjú blogg í einu kvöldi...

Var að lesa Horn.is um HSSA, þar sem Ríkisendurskoðun segir "...að vegna ófullnægjandi mælinga á magni og gæðum þeirrar þjónustu sem heilbrigðisstofnunin veiti..."

Hvernig í andskotanum er hægt að mæla GÆÐUM í heilbrigðisþjónustu í fjármagni... annað hvort færðu góða þjónustu eða ekki... það þýðir ekki að líta á reikninga um þetta... það þarf að spyrja Starfsfólk og Sjúklinga um þetta... ekki endurskoðendur.

Vitringarnir í Bresku ríkistjórninni hafa reynt soldi ðsem er mjög líkt þessu og gefa læknum, hjúkrunarfræðingum og spítölum Markmið sem þeir þurfa að ná... Einsog hversu marga sjúklinga þeir skoða, lækna og svo framvegis... Hwatt Ðe ´Fökk? Það er ekki hægt að reka heilbrigðisþjónustu þannig...

Einu markmiðinn sem Heilbrigðisþjónusta á að hafa er að gera sitt besta fyrir alla sem koma og biðja um þá þjónustu, skiptir ekki máli hvernig fjárhagsmálinn standa hjá Þjónustunni eða sjúklingnum.

Engin ummæli: