Nú er ég loksins komin heim... þurftum að gista eina nótt í hóteli í Manchester og komum svo loksins heim...
Það var alveg rosalega gaman á Íslandi... gaman að hitta fólk sem ég hafði ekki séð í 4 ár og kannski meira. Við tókum alveg fullt af myndum sem verðar settar hérna. Ég er að vona að við getum komist aftur á næsta ári. En við sjáum bara til.
Það fyrsta sem maður fékk að sjá var pallurinn hjá mömmu og pabba... loksins tilbúin... var vígjaður á Föstudaginn þegar við öll byrjuðum að drekka frekar mikið.
Við fórum í BBQ hjá Snæju frænku, það var gaman að skoða Odda, útaf því ég man eftir því hvernig það leit út þegar hann Einar frændi átti það.
Humarhátíðinn var mjög skemmtilega þó að það hefði nú mátt eitthvað meira að gera fyrir blessuð börnin... sem minnir nú á það að hún Kaitlyn Björg elskaði að vera svona dekkruð af fullt af ókunnugum... þó að hún fékk kvef.
Það var mikið drukkið sem er nú bara skylda á Íslandi...
Eftir það fórum við til Egilstaða í sund, stoppuðum við á Djúpavogi... sem var ágætt en hefði verið betra hefði nú ekki verið svona mikil rigning.
Síðan var eitt smá tíma í Reykjavík og fórum við Sono í Vandræðalegt teiti sem þær elsku systur mínar héldu og var það líka gaman. Daginn eftir var farið til Þingvalla, Geysir, Gullfoss og Flúðir, sem var mjög gaman... það er svo spes að vera túristi í sínu eigin landi.
Síðan dagin þegar við flugum út þá fórum við í Bláa Lónið sem er algjört yndi...
Ég ætla bara að enda á þessu með því að segja... Ég sakna ykkar allra og ég elska ykkur öll.
1 ummæli:
Þetta var frábær heimsók. Ástarkveðjur MAMMA
PS: SAKNA YKKAR ALLRA
Skrifa ummæli