mánudagur, september 04, 2006

Nú er komið að því... ég er byrjaður að vinna við Ridge Lea Hospital, sem er Geðsjúkrahús, og er mjög gaman og mjög góð tilbreyting frá því að vinna með öldruðum, þar sem ég var búin að fá nóg af því að skeina svona marga rassa. Og við fjölskyldan erum að fara flytja til Lancaster, þar sem vinnan mín er, þessa vikunna, gaman gaman.





Það er búið að vera nokkuð bissý hérna, Svavar, Lilja og Xavier komu hingað og gistu eina nótt... var mjög gaman að sjá þau aftur eftir 3 ár... og svo kom hann Þórður og var hérna 3 daga, sem var mjög gaman, sérstaklega útaf því við drukkum feiknamikinn bjór(en vorum aldrei blindafullir) og löbbuðum mikið um bæjinn... Kaitlyn þótti mjög gaman að hitta hann einsog má sjá á myndinni hérna fyrir ofan.

Jæja.... þetta verður í síðasta sinn sem þið munið heyra í mér í þó nokkurn tíma....

bless í bili.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvað langan? Ég þarf að vita það. Kveðja MAMMA ÞÍN

Nafnlaus sagði...

æi....
kveðja
sjúkraliði á Kleppi