mánudagur, júní 05, 2006

Við Sono fórum á gig fyrir ekki svo löngu... voru 2 hljómsveitir að spila Runt Hörnet(Frá Barrow) og Mugstar(Frá Liverpool). Og var helvíti gaman. Ástæðan fyrir því að við fórum á þetta gigg var útaf því að Sono þekkir hann Pete(Aðalgæjinn úr Mugstar).

Það sem var andskoti áhugavert við þessa tónleika fyrir mitt leiti var Runt Hörnet, sérstaklega bassinn sem er búin til úr stálpípu og hefur bara einn streng. Þeir spila samablöndu af Slugde-Rokk, industrial með smá punk.

Mugstar eru á uppleið... þeir hafa túrað með Mogwai og fleiri hljómsveitum og hafa skrifað undir plötusamning með Sea Records... frábærir læf sérstaklega Pete sem skiptir um ham umleið og hann stígur á sviðið.

en hérna eru myndir frá gigginu.

Engin ummæli: